Notkun á nuddrúllum hefur færst í aukana hér á Íslandi og bjóða nú heilsuræktarstöðvar líkt og Hreyfing og World Class upp á sérstaka tíma þar sem þessi einfaldi en stórsniðugi hlutir er notaður.
Nuddrúllan er þó ekki ný á nálinni því íþróttamenn hafa notað hana í áraraðir til að teygja á og nudda auma vöðva eftir mikil átök.

Heilsutímaritið Health gefur 4 ráð um kosti nuddrúllunnar.

 1. Því hægar því betra
  Þegar það kemur að því að rúlla auma vöðva er gott að gera það hægt og rólega. Ef það er gert of hratt er auðvelt að hoppa yfir auma bletti. Á aumum blettum er mjög mikilvægt að rúlla hægt fram og til baka yfir punktinn.
 2. Eykur blóðstreymi
  Þrýstingur frá rúllunni bætir blóðstreymið á svæðinu sem er nuddað vegna aukins blóðflæðis til mjúkvefjanna (vöðvi, sin, liðband, liðpoki). Þetta þýðir að svæðið sem hefur verið nuddað fær aukið súrefni sem hjálpar til að lækna auma vöðva og meiðsl.
 3. Eykur hreyfanleika í eftri hluta hryggjarins
  Ef einstaklingur hefur lítinn hreyfanleika í hryggnum getur það valdið spennu í hálsi, öxlum, neðra baki og mjöðmum. Þessi spenna getur leitt til lakari líkamsstöðu, verkja og sársauka ef ekki er teygt á vöðvunum og þeir nuddaðir. Auðveld leið til að teygja á efra bakinu til að auka liðleika er með nuddrúllunni.
 4. Fullkomin lausn fyrir hlaupara
  Spenna í vöðvum verður þegar sama hreyfingin er gerð oft. Þess vegna verða hlauparar oft stífir í fótum og mjöðmum. Með því að nudda vöðvanna og hnúta í vöðvunum er hægt að auka liðleika og minnka líkur á meiðslum sem geta orðið þegar vöðvar eru stífir.

 

SHARE