Hin 18 ára gamla raunveruleikastjarna Kylie Jenner er hætt með kærastanum sínum Tyga.

Parið opinberaði sambandið sitt í ágúst á þessu ári en þar sem Tyga er 26 ára biðu þau eftir að Kylie varð 18 ára. Þau voru þó búin að vera að hittast síðan haustið 2014.

Sjá einnig: Óviðeigandi klæðnaður fyrir 17 ára stelpu

Hvorki Kylie né Tyga hafa gefið ástæðu fyrir sambandsslitunum en fjölmiðlar vestanhafs keppast við að giska á hvað hafi gerst. Fleiri en einn fjölmiðill vill meina að Tyga hafi brotið traust Kylie með því að vera að hitta aðrar stelpur á bakvið hana. E! segir í nýrri frétt að Kylie hafi verið of náin Jaden Smith fyrrverandi kærastanum sínum og að Tyga hafi verið ósáttur með það.

Sjá einnig: Kylie Jenner: ,,Brjóstin á mér eru ekta“

Flestir fjölmiðla hallast þó á það að það hafi verið eitthvað sem Tyga sem varð til þess að Kylie endaði sambandið.

Kylie-Jenner (1)

 

2DB9BD9900000578-3287312-Match_made_in_showbiz_heaven_Kylie_Jenner_and_her_rapper_boyfrie-m-94_1445692921013

 

SHARE