Kylie Jenner birti nýlega myndband á heimasíðu sinni þar sem hún spjallar um hversu mikið hún þrái að vera einhleyp. En Kylie er, eins og flestir vita, á föstu með rapparanum Tyga og það er sjaldan lognmolla í kringum þau. Í myndbandinu segir Kylie frá því að hún sé í raun og veru búin að vera á föstu frá 14 ára aldri.

Ég hef aldrei verið ein, það tekur bara einn við af öðrum.

Kylie hefur verið með Tyga síðan í október 2014 og þar á undan var hún orðuð við son Will Smith, Jaden Smith.

309379B100000578-3419701-_Livid_Kylie_18_has_had_some_rocky_times_of_late_with_boyfriend_-m-69_1453924260306

Sjá einnig: Það er erfitt að vera vinkona Kylie Jenner

Kylie segist þrá breytingu og jafnvel prófa að vera einhleyp.

Ég þarf að fá tíma til þess að finna mig, vera ein með sjálfri mér og læra að elska mig. Þarf maður ekki að læra að elska sjálfan sig áður en maður elskar einhvern annan?

Engar fregnir hafa þó borist af því að Kylie og Tyga séu hætt saman, hins vegar greindi DailyMail frá því að Tyga væri hættur að leita sér að húsnæði í næsta nágrenni við Kylie.

SHARE