Kylie Minouge (47) er fáránlega heit í nýrri undirfataherferð SLOGGI

Kylie Minogue er alltaf jafn glæsileg þó árin líði og þannig er stjarnan, sem orðin er 47 ára gömul, nýjasta andlit undirfatarisans SLOGGI og auglýsir nærfatalínuna, þokkafyllri enn nokkru sinni fyrr.

Kylie birtist þannig fáklædd i auglýsingaherferð SLOGGI og glóir hreinlega af fegurð og þokka, íklædd látlausri en kvenlegri undirfatalinunni og ber klæðnaðinn með prýði. Nýjasta lína SLOGGI samanstendur þá af tveimur brjóstahöldum og sex nærbuxum í drapplituðum, hvítum, svörtum, djúpbláum og vínrauðum lit og verður fáanleg frá og með ágúst.

Sjá einnig: Instagram dagsins: Kylie Minogue með Jamie Johnson

29D4AF0500000578-3133309-image-a-1_1434887151934

Sjálf segir Kylie að hún sé hæstánægð með útkomuna:

Við erum á sama máli hvað varðar viðhorf okkar til frjálsræðis og þess vegna finnst mér frábært að sitja fyrir og kynna nýju líuna.

Sjá einnig: Uppáhalds varalitir stjarnanna

29D4AEF900000578-3133309-image-a-3_1434887165349

Ekki er langt síðan Kylie sjálf viðurkenndi að hún ætti erfitt með að horfast i augu við þá staðreynd að brátt yrði hún fimmtug að aldri.

Ég meina, þegar ég segi fólki að ég sé orðin 45 ára gömul þá verð ég að hugsa mig um sjálf. Mér finnst þetta bara svo ótrúlegt. Mér finnst þetta bara ekki rétt! En ég verð að horfast í augu við aldurinn. Jafnvel þó mig langi ekki til þess sjálfri. En svo má líka segja að ég er í raun heppin að vera hérna yfir höfuð, svo ég er sátt þegar upp er staðið.

Sjá einnig: Dóttir Madonnu harðneitar að vingast við Kylie Jenner

29D4AEFD00000578-3133309-image-a-2_1434887158375

Og Kylie viðurkennir fúslega að hún er ekki undantekning þegar að útlitskomplexum kemur en þessi fallega kona sagðist í viðtali við ELLE árið 2012 að hún væri ekki sátt við eigin líkamsvöxt, þó það sé ekki að sjá á myndum:

Nei, því nú hefur þyngdaraflið alveg tekið völdin og maginn á mér er farinn að síga niður á við. Oft horfi ég í spegil, lít á mynd af sjálfri mér í símanum eða horfi á mitt eigið andlit á SKYPE og hugsa bara – Guð minn góður, ég lít út eins og hryllingsvera úr Spielberg kvikmynd – HVER er þetta eiginlega? Og svo koma líka þeir morgnar þegar ég vakna upp og lít út eins og 94 ára gömul kona, en ekki 44 ára gömul kona. En það er áður en ég set farða á andlitið … ég er líka alveg steinhætt að klæðast magabolum.

Af ofangreindu má lesa að jafnvel fallegustu konur heims glíma við skakka sjálfsmynd, en ekki er að sjá að elli kerling fái bitið á tímalausa fegurð Kylie, sem orðin er 47 ára gömul og í fantaformi. Hér má sjá myndband sem sýnir gerð auglýsingaherferðarinnar eins og hún kom fólki fyrir augu bak við tjöldin:

SHARE