Kynlífið og hversdagurinn: „Þrjár klassískar með kryddi”

Eins og tilbreyting er nú skemmtileg í rúminu, þið vitið – nýjar og einkennilegar stellingar sem samkvæmt bandarískum glanstímaritum, í það minnsta, eiga að færa unaðinn í áður óþekktar hæðir og laða fram svo gasalega útrás að þakið rifnar af húsinu og allt það.

Auðvitað er gaman að fletta blöðum og spegúlera …

Einhverjar af ofangreindum tillögum krefjast reyndar þess að parið sé ekki bara liðugt, heldur búi yfir líkamlegum styrk á borð við vaxtarræktarfólk. Búi yfir þjálfuðu jafnvægisskyni og þekki eigin líkamsviðbrögð upp á tíu. Aðrar uppástungur eru tæknilegri, en bjóða upp á takmarkaða nánd í rúminu.

… en þó er ekki sagt að sama hugmyndafræðin henti öllum pörum.

Svo eru það hinar klassísku, vel þekktu og hversdagslegu kynlífsstellingar sem flest pör leita í þegar mesti hitinn er farinn úr tilhugalífinu og tilbreytingarlaus vinnuvikan hvolfist yfir ástina með öllum sínum gráma. Eins einfaldur og Trúboðinn til að mynda er, – eru ýmsar leiðir færar til að krydda leika með litlum tilfæringum. Hver var það svo sem sagði að þegar konan smeygir sér ofan á, þurfi karlmaðurinn ekki að áorka neinu?

.

missionary

Trúboðinn:

Vanmetinn með öllu; það er helber misskilingur að karlmenn sem kjósi trúboðastellinguna séu einfaldlega of latir til að fullnægja konum. Gagnrýnin (oftlega misskilin) beinist að þeirri staðreynd að snípur konunnar fær ekki næga örvun í trúboðastellingunni. En Trúboðinn felur í sér nánd og innileika, snertingu og nautnir. Parið liggur þétt saman, getur hæglega horfst í augu og þannig getur karlmaðurinn hæglega tekið stjórnina yfir á æsandi hátt sem getur svo aftur kveikt lostann og hleypt hita í leikinn – fyrir bæði, já.

Bónus fyrir karlmenn: Hver er að segja að leikar hefjist á Trúboðanum? Halló, forleikur! Yndislegu munnmök!  Fátt þykir mörgum konum meira æsandi en að njóta þeirrar líkamlegu nándar sem Trúboðinn býður upp á … að loknum yndislegum munnmökum, sem ástmaðurinn veitir sinni elskuðu, að ekki sé minnst á þá staðreynd að fullnægð kona er æsandi kona. Að ógleymdum þeim skemmtilega „klassíker” þegar konan teygir annan fótlegginn upp og leggur á öxl ástmannsins og horfir djúpt í augu hans á meðan …. það er allt til!

.

her_on_stomach

Aftan frá:

Hér kryddum við aðeins; konan færir sig af hnjánum, leggst á magann og hagræðir þægilegum púða undir maganum. Karlmaðurinn leggst (að sjálfsögðu) þétt upp að konunni og stýrir bæði hraða og takti samfaranna með öllu. Í þessari stellingu er auðvelt fyrir konuna að smeygja unaðseggi niður með maganum og kitla snípinn meðan líkami karlmannsins umlykur konuna og veitir (sé rétt haldið á spilum) konunni þétta og alltumvefjandi tilfinningu meðan á samförum stendur.

Skothelt ráð, strákar: Það er líka æsandi fyrir karlmanninn að krjúpa á hnjánum og fara í sitjandi stellingu inn í konuna. Þannig getur karlmaðurinn öðlast skemmtilegt útsýni og getur notið þess að horfa á, sem svo aftur getur kynt verulega undir kolunum. Skemmtileg tilhugsun, ekki satt?

.

her_on_top

Konan ofan á:

Smá krydd; í stað þess að setjast klofvega ofan á liggjandi ástmanninn – ætti maðurinn að sitja uppréttur líka. Jafnvel hvíla bakið upp við rúmgaflinn eða sitja á lágum hægindastól (konan þarf þannig að ná að tylla tánnum niður á gólf, eigi bæði að halda takti). Þannig horfast bæði í augu og full líkamssnertingin býður ekki bara upp á aukna nánd, heldur einnig upp á meiri leik – kossaflangs, fliss og smá leikur má fylgja með. Stellingin er skemmtilegust þegar bæði taka virkan þátt … þess vegna getur virkað svo æsandi fyrir bæði ef karlmaðurinn er í sitjandi stöðu meðan konan stýrir taktinum og tekur völdin með því að krækja báðum fótleggjum kirfilega utan um mjaðmir ástmannsins og …

Heit hugmynd fyrir hann: Taktu mjúklega en þéttingsfast um mjaðmir ástkonunnar þegar hún hefur hagrætt sér ofan á þér, njóttu þess að halda með báðum lófum um hana meðan hún stýrir ferðinni og styddu við hana, hjálpaðu henni að halda takti og hvettu hana til að breyta örlítið út af öðŕu hverju … hringlaga hreyfingar og fram og til baka getur verið skemmtileg viðbót.

Ljúfar stundir!

Tengdar greinar:

9 leiðir til að veita HENNI betri munnmök

Þetta gerist þegar venjulegt fólk prófar kynlífsstellingarnar í Cosmo

Kynlíf á meðgöngu

SHARE