Þetta gerist þegar venjulegt fólk prófar kynlífsstellingarnar í Cosmo

Cosmopolitan hefur löngum gert út á æsilegar lýsingar um hvernig má koma karlmanni til í svefnherberginu, fullnægja konu, krydda ástarlífið og ná hámarki á methraða. Í raun hafa pennar Cosmopolitan ekki verið sparir á stóru orðin og myndskreytingarnar verið í þeim stílnum líka.

Æsispennandi stellingar í teiknimyndastíl flögra iðulega fyrir augum lesenda, sumar þeirra svo flóknar að hinn almenni maður (og kona) hefur sett í brúnirnar, jafnvel hugsað … „Er þetta einu sinni mögulegt í framkvæmd?”

Ætla mætti þá að forsvarsmenn glanstímaritsins hafi engan húmor fyrir lífinu og telji lesendur vera svo æsifima (og næma með eindæmum) að allt hljóti að vera gerlegt. Að æðislegt sé að njóta ásta á hvolfi og að fyllilega eðlilegt sé að fara í fimleikaskó áður en leikar hefjast.

Sjáum hvað gerðist aftur á móti þegar einbeitt og afar einlægt par prófaði nokkrar af mest lesnu stellingum þeim sem Cosmo býður upp á (og leggur til að lesendur sínir prófi) á götum New York um hábjartan dag.

Er nema von að maður spyrji: „Eru þau klikkuð þarna á Cosmo eða hvað?”

SHARE