Kynlífsmyndband Hulk Hogan lak á netið – Kappinn farinn í mál

Fyrir nokkrum vikum síðan lak kynlífsmyndband á netið frá Hulk Hogan. Í myndbandinu er Hogan, ekki í sínu besta formi, að hafa kynmök við konu besta vinar síns og var það tekið upp fyrir um 6 árum síðan. Það var víst þessi sami besti vinur sem lak myndbandinu á veraldarvefinn.

Nú hefur Hogan farið í mál við þennan vin sinn, sem er kallaður Bubba, en líka við heimasíðuna sem sýndi myndbandið en það var síðan Gawker. Hogan fer fram á að fá 100 milljónir dollara í skaðabætur.

Bubba hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist ekki hafa átt neinn þátt í því að leka myndbandinu á netið og segist, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, vonast til þess að geta haldið vinskap sínum og Hogan áfram.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here