Kynlífssamningur – Eitthvað fyrir þig?

„Ég lofa að stunda með þér kynlíf einu sinni í viku og gera  eitthvað nýtt a.m.k. tvisvar í mánuði. Á móti lofar þú að kyssa mig oftar, hafa lengri forleik og hrósa mér oft og mikið fyrir frammistöðuna“ 

 

Myndir þú skrifa undir svipaðann samning?

Fyrstu viðbrögð flestra para er að þau fitja upp á nefið og segja- kynlífið á að koma af sjálfu sér, á að vera athöfn augnabliksins!

Já, þannig væri það ef við lifðum í draumaveröld.

Því miður er  það svo að löngun flestra dofnar með tímanum og hið daglega líf vill taka til sín orkuna.

Kynlífið sætir nærri því alltaf afgangi- er síðast á listanum yfir það sem gera á og lendir oft á listanum yfir það sem á að gera á morgun- eða hinn.

Þess vegna er það ekki út í hött og í raun þó nokkuð áhrifaríkt að fá hjón til að gera svona samning um þetta mál sem hefur þá orðið útundan.

Það er alveg sama hvaða mál við erum að skoða. Það er nærri því alltaf best og áhrifaríkast til að ná góðum árangri að hafa áætlun og fara eftir henni.

 

Af hverju virkar kynlífssamningur? 

– Er maður er trúr samningnum er maður trúr maka sínum.

– Hann heldur manni við efnið. Þú skrifar samninginn og verður að hugsa um smáatriðin.

– Hann er skrifaður og þess vegna er hann raunverulegur. Þú getur ekki komist fram hjá loforðunum, þau eru  þarna svart á hvítu.

– Þetta er traustvekjandi. Það er gott að hafa áætlun um það sem maður er að vinna að. Það gerist eitthvað, það eru lausnir.

– Þú gætir skráð hjá þér framfarirnar sem verður þér hvatning að gera sífellt betur.

– Kynlífssamningar þróast oft yfir í lista yfir hvað þið hefðuð gaman af að prófa eða hafið notið vel. Við gleymum hvað okkur þótti yndislegt alveg eins og við getum gleymt góðum matsölustöðum. Við gleymum síður því sem er skrifað.

Hvað er í kynlífssamningi?

Greining: Báðir aðilar skrá hvernig þeim finnst kynlífið vera. Hvers nýturðu?  Hvers nýtuðu ekki?  Hvers nýturðu mest og hvers minnst? Teljið þið að þið vitið um kynlífsþarfir og langanir makans?  Láttu það ekki hafa slæm áhrif á þig þó að þú verðir að lesa gagnrýni maka þíns. Það er yfirleitt erfitt að taka gagnrýni. Munið bara að þið erum teymi og það er ekki verið að finna sökudólg.

 

Aðgerðir: Notið fyrsta listann sem þið gerið til að hefja aðgerðir. Skráið hjá ykkur hvað þið viljið bæta. Hvað viljið þið hafa kynlíf oft? Eruð þið ánægð með hvernig, hvar og versu lengi þið eruð að? Langar þig að þið kyssist meira, snertið hvort annað meira eða hafið lengri forleik?  Spáið í hvað ykkur finnst gott og langar jafnvel í meira af eins og líka það sem ykkur finnst að megi missa sig. Byrjið með einhver 10 atriði sem þig eruð ánægð með og 10 atriði sem væri gaman að prófa. Það er alveg víst að ykkur mun finnast bjánalegt að vera að skirfa þetta á blað en þegar þið hafið ykkur í að byrja komist þið að því að þetta veitir ótrúlega mikið frelsi.

Samningarferlið: Þegar farið er að skoða listana sem þið hafið skrifað sjáið þið hvað ykkur  finnst um kynlífið, hve oft þið vilið njóta þess, breytingar sem þið óskið eftir og ýmislegt nýtt sem ykkur langar að reyna. Flokkið það sem þiðphafið skrifað í það sem þið sjáið fram á að hægt verði að takast á við á einni viku eða hálfum mánuði.

 

Samningurinn: Það er raunhæft að reikna með a.m.k. sex vikum til að láta breytingar festast í sessi. Gefið breytingaferlinu þann tíma. Þá skulið þið skrifa samninginn ykkar og hafið hann ljósan og nákvæman. Hann gæti t.d. verið eitthvað á þessa leið: Ég samþykku að næstu sex vikur mun ég huga sérstaklega að kynlífi okkar og leita leiða til að bæta það enn. Ég samþykki að stunda ástarleik X sinnum á viku í X vikur. Ég samþykki að reyna X nýjar aðferðir næsta mánuð og ég mun halda loforð þetta nema einhver skyndileg óhöpp komi fyrir.     

 

Svo skrifa báðir undir og takast í hendur. Að liðnum sex vikum rennur upp fyrir ykkur að þið fórnuðuð „augnablikinu“ af góðum og gildum ástæðum. Nú átt þú að vita hvar, hvernig og af hverju maka þínum finnst gott að láta snerta sig og við hverju hann býst  hér eftir! Og þetta á við um báða aðila. Þið uppgötvið og kynnið fyrir maka ykkar ótal fleiri leyndardóma kynlífsins og þá skilst ykkur af hverju kynlífsþerapistar mæla mjög með samningum af þessu tagi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here