Lady Gaga rokkar Bandaríska þjóðsönginn

Hún hefur nýlega unnið sér til Golden Globe verðlauna fyrir leiklistarhæfileika sína, en nú hleypti hún 50. Super Bowl leikjasyrpunni af stað með Bandaríska þjóðsöngnum í Kaliforníu á sunnudaginn.

Sjá einnig: Hvað var öðruvísi við Lady Gaga?

Hæfileikar hennar leyna sér ekki og markaði þetta klárlega viss tímamót hjá henni og varð hún mjög klökk í endann. Mörgum þótti söng- og leikkonan hylja óvanalega mikið hold, en hún bætti það upp með því að klæðast rauðri glimmerdragt og augnskugga í stíl.

Sjá einnig: Lady Gaga: Óþekkjanleg á Emmy-verðlaununum

gaga1

 

https://www.youtube.com/watch?v=tyqkN3zezso&ps=docs

SHARE