Læknamistök – Sagði að drengurinn væri bara að ímynda sér

Archie litli meiddi sig í leikfimitíma í maí á síðasta ári.  Mamma hans fór með hann og lét taka mynd af fætinum, læknirinn sagði að hann væri bara tognaður og fóturinn var settur í umbúðir.

Tíu dögum síðar fór Archie í eftirlit. Læknirinn skoðaði myndina, fjarlægði umbúðirnar og sagði að það væri enginn brestur í neinu beini og drengurinn skyldi bara ganga. Drengurinn reyndi að ganga en fann óskaplega mikið til.


Það er bara eitthvað að í huganum hjá drengnum
Læknirinn sagði okkur að það væri bara eitthvað að í huganum hjá drengnum, hann yrði farinn að ganga og hlaupa um eftir nokkra daga.  Og með þetta fóru þau heim.

En drengnum batnaði ekki í fætinum og mamma hans fór með hann á annan spítala. Þar var hann ekki skoðaður en sendur aftur til heimilislæknisins sem vísaði drengum aftur þangað sem gifsið hafði verið tekið af honum.

Nú voru teknar myndir aftur og þegar þær voru skoðaðar gekkst læknirinn við mistökunum og sá nú brot rétt neðan við hægra hné.

“Okkur var sagt að við værum heppin að ekki skyldi hljótast af þessu varanlegur skaði. Hann sagði ennfremur að við hefðum fullan rétt á að vera æf af reiði en skyldum þó einbeita okkur að því að hjálpa drengnum að ná heilsu“.

Móðir drengsins segist ekki treysta fólkinu á þessum spítala en hins vegar verði hún að fara þangað með drenginn þvi að hann hafi fengið fyrstu meðferðina þar- og svona séu reglurnar.

Talsmaður sjúkrahússins segir að yfirmenn sjúkrahússins taki kvartanir mjög alvarlega og muni málið verða rannsakað. Að lokinni rannsókn muni fara bréf frá sjúkrahúsinu til foreldra drengsins þar sem þeim verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here