Lakkrístoppar- toppa jólin

Ef það er eitthvað sem ég sakna þá eru það gömlu góðu lakkrístopparnir, en eftir að blóðþrýstingurinn rauk upp er lakkrís bannaður!

Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi uppskrift kemur upphaflega, ef mig minnir rétt þá var það Nóa síríus kökubæklingur.

Uppskrift:

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

Aðferð:

Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.

Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here