Lamar Odom fór í fjallgöngu með Kim og Khloe

Fregnir herma að allt sé nú á uppleið hjá körfuboltamanninum Lamar Odom eftir uppákomuna í október síðastliðnum. Odom er farinn að stunda líkamsrækt og fór í sína fyrstu fjallgöngu núna um helgina.

Khloe er óhuggandi: Lamar fannst meðvitundarlaus í vændishúsi

Raunveruleikastjörnurnar Kim og Khloe Kardashian voru Lamar að sjálfsögðu til halds og trausts en fjallgönguna mátti sjá í beinni á heimasíðu þeirra systra.

kim-khloe-kardashian-lamar-odom

Fjallgangan gekk víst vandræðalaust fyrir sig en Lamar þykir hafa náð ótrúlegum bata. Um tíma var nefnilega talið að hann kæmi ekki til með að ganga aftur.

SHARE