Lax, bakaður með hunangi og appelsínusafa & heimagerð kartöflumús – Uppskrift

Maður getur eldað lax á ýmsan hátt. Þó að maður beri kryddlög á hann heldur hann eigin bragði. Flestar aðrar fisktegundir tapa eigin bragði við það að fá á sig kryddlög. Lax sem er matreiddur eins og hér er lagt til og kartöflumúsin borin fram með honum er alveg dýrðleg máltíð.

Efni

  • KARTÖFLUMÚSIN:
  • 1 stór laukur
  • 6 msk. smjör
  • 1kg kartöflur
  • 1/2 bolli mjólk
  • salt og pipar
  • LAXINN:
  • 1 appelsína
  • 1/4 bolli hunang
  • 4 bitar úr laxaflaki (um 160gr hver)

 

Aðferð 

  • Kartöflurnar: Setjið 2 msk af smjörinu  og niðurskorinn laukinn á miðlungi heita pönnu og látið laukinn krauma á pönnunni þar til hann verður ljósbrúnn.
  • Afhýðið kartöflurnar,  skerið þær í bita og eldið þar til þær verða mjúkar. Hellið vatninu af kartöflunum. Bætið mjólkinni  og því sem eftir er af smjörinu út í pottinn. Látið suðuna koma upp og þá eru kartöflurnar marðar og hrærðar. (Ágætt ef hrærivélin er öflug að láta hana hræra kartöflurnar).Loks er lauknum bætt út í kartöflurnar. Notið salt og pipar eftir smekk.
  • Laxinn: Hitið ofninn upp í 180°C. Rífið börkinn af appelsínu og setjið í skál. Kreistið appelsínuna í skálina og bætið hunanginu út í. Velgið blönduna og hrærið í. Látið laxastykkin í eldfast mót og berið hunangsblönduna á þau. Bakið laxinn í 12-15 mín.  Velgið það sem eftir er af hunangsblöndunni og berið á hvern bita þegar búið er að láta þá á diskana. Setjið líka smákartöflumús á hvern disk og berið fram. (sjá mynd!)
  •  Njótið vel!

 

 

SHARE