Laxapaté með reyktum laxi og rjómaosti

Á heimasíðu allskonar.is má finna gott safn af girnilegum uppskriftum.

Hér er ein sem hreyfði við bragðlaukunum í mér!

Uppskrift:

  • 250 gr reyktur lax
  • 170 gr rjómaostur
  • 3 msk sýrður rjómi
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1 msk capers, fínsaxað
  • salt og pipar
  • 2 greinar ferskt dill, fínsaxað
  • 10 gr graslaukur, fínsaxaður
  • 1/2 tsk cayennepipar

Undirbúningur: 20 mínútur
Fínsaxið laxinn og setjið í skál ásamt rjómaostinum, sýrða rjómanum, rifna sítrónuberkinum og fínsöxuðu capers. Blandið vel saman.
Smakkið til með salti og pipar.
Bætið dillinu, graslauknum og cayennpiparnum saman við og hrærið vel. Settu í fallegar skálar fyrir hvern og einn.
Berið fram með góðu brauði, bókhveitilummum eða spennandi hrökkkexi.

Sjá meira: kartoflugratin/

Ég myndi alveg þola að fá kalt hvítvín með þessu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here