Leighton Meester og Adam Brody giftu sig í laumi

Leikkonan Leighton Meester sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og leikarinn Adam Brody gengu í það heilaga fyrr í þessum mánuði. Mikil leynd var í kringum brúðkaupið en  parið fór að stinga saman nefjum í febrúar 2013 og í nóvember sama ár voru þau trúlofuð. Adam Brody skaust fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hann lék Seth Cohen í hinum geysivinsælu þáttum O.C. Báðir þættirnir voru búnir til af sama manninum enda voru þeir ekki svo ólíkir. Gossip Girl og O.C. fjölluðu um ríka táninga og vandamál þeirra en eini munurinn á þáttunum var sá að annar átti að gerast í Orange County í Kaliforníu en hinn á Manhattan.

SHARE