Leikkonan Keira Knightley tjáir sig um átraskanir

Leikkonan Keira Knightley er afar smágerð í vexti og hefur grannt holdafar hennar oft lent á milli tannanna á fólki. Hún hefur því oftar en einu sinni verið sögð þjást af átröskunar í erlendum slúðurblöðum.

Í nýju viðtalið við Keiru opnar leikkonan sig um langa átröskunarsögu í fjölskyldunni hennar til að útskýra afhverju það komi henni í svo mikið uppnám þegar fjölmiðlar vilja meina að hún þjáist af sjúkdómnum.

„Ég hef mikla reynslu af anorexíu. Amma mín og langa amma mín þjáðust báðar af sjúkdómnum og ég átti marga vini í skóla sem áttu við sama vandamál að stríða, svo ég lít þetta mjög alvarlegum augum.“

Þessar ásakanir hafa haft áhrif á Keiru því á tímabili var hún farin að halda að það væri eitthvað að hennar líkama og andliti.

Sjálf segist leikkonan hafa óbeit í líkamsrækt og megrunarkúrum og segist langa í snakk og ís bara við tilhugsunina um megrun.

SHARE