ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Fæstir hafa farið varhluta af ástandinu sem ríkir á leigumarkaði. Lítið framboð er á húsnæði og flestar þeirra íbúða sem eru í útleigu eru í eigu einstaklinga, ekki leigufélaga. Þar af leiðandi getur bæði reynst erfitt að fá húsnæði, auk þess sem leigjendur eiga á hættu á að vera sagt upp íbúðinni sinni fyrirvaralaust. Þar fyrir utan er tiltölulega dýrt að leigja og því getur fólki oft reynst erfitt að safna sér fyrir útborgun. Og þá má nú aldeilis fleygja fram orðinu vítahringur.

Nýlega birtist frétt þar sem greint var frá því að efna ætti til skipulagskeppni um íbúðarbyggð í Efstaleiti, en þar er gert ráð fyrir að rísi blönduð byggð, með allt að 40 leiguíbúðum auk félagslegs húsnæðis. Þó að þetta séu góðar fréttir duga þessar 40 íbúðir víst skammt. Auk þess sem biðin eftir þeim verður ansi löng.

 

Við fórum því á stúfana og kíktum á framboð af leiguhúsnæði á nokkrum stöðum. Vilji leigjendur fá aðgang að Leigulistanum þurfa þeir að greiða mánaðargjald. Leigusalar geta hins vegar skráð inn eignir sér að kostnaðarlausu. Á vefsíðum dagblaðanna og á Bland.is má einnig finna fjölda eigna. Við leituðum að leiguhúsnæði á öllum þessum stöðum og notuðum sömu leitarskilyrði á öllum síðum til samanburðar. Eftir leit var úr mestu að moða á Bland. Það þarf kannski ekki að undra, enda getur fólk bæði auglýst eftir húsnæði og skráð íbúðina sína til leigu án endurgjalds á sölutorginu. Það er því kannski ekki öll von úti fyrir fólk sem er að leita sér að húsnæði.

 

Tengdar greinar: 

Öryrki sem er að gefast upp

Þjóðarsál: ,,Baráttan við að viðhalda eigin lífsgæðum hefur valdið kreppu í samkennd“

Það mega bara tvær koma heim til mín – Þjóðarsálin

SHARE