Leonardo DiCaprio úti að borða með nýrri vinkonu

Leonardo DiCaprio (48) sást ásamt nýrri vinkonu sinni, Victoria Lamas (23) fyrirsætu, en þau fóru út að borða á The Bird Streets Club. Þau komu á staðinn á sitthvorum bílnum en fóru saman á bíl eftir kvöldverðinn.

Leonardo virtist skemmta sér konunglega með stúlkunni og sást hann hlæja innilega þegar þau óku á brott.

Heimildarmenn Page Six vilja ekki meina að Leonardo og Victoria séu að hittast í rómantískum hugleiðingum heldur séu þau vinir og hafi verið á veitingastaðnum með fleira fólki. Leonardo, sem nú er orðinn þekktur fyrir að „deita“ ekki konur eldri en 25 ára, hefur verið að hitta nokkrar konur síðan hann hætti með kærustu sinni, Camilla Morone, í ágúst síðastliðnum.

SHARE