Lét skattgreiðendur borga fyrir ný brjóst – Vill nú fá minni púða án þess að þurfa að borga fyrir aðgerðina!

Josie Cunningham sem lét stækka á sér brjósin hefur viðurkennt að hún sjái eftir að hafa farið í aðgerðina og vill láta minnka þau aftur. 

Hún ætlaði sér að verða flott sýnigarstúlka og lét stækka á sér brjóstin fyrir einungis 6 mánuðum. Hún borgaði aðgerðina ekki sjálf, hún fékk hana niðurgreidda úr sjóði sem ætlaður er til þess að styðja við fólk sem glímir við alvarlega sjúkdóma. Hún sagði lækni sínum að flöt bringa hennar ylli henni andlegum erfiðleikum.

Nú segir Josie að hún vilji fá aðra og minni brjóstapúða án þess að þurfa að borga fyrir aðgerðina. Hún segir að þessi stóru brjóst sem kostuðu heilbrigðisþjónustuna sem samsvarar 800.000 ísl. kr. valdi því að hún fær ekki fyrirsætustörf og að hún hafi misst sjálfstraustið.

Josie gengur illa að fá vinnu og segir að brjóstin séu svo stór að það sé vandræðalegt og það séu þau sem fá alla athyglina en ekki hún. Athyglin sé auk þess neikvæð. Hún telur að læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina eigi að taka ábyrð á líðan hennar.  Hún segist ekki vilja að fólk tali um sig sem konuna með stóru brjóstin frá heilbrigðiskerfinu (skattgreiðendum). Eina leiðin út úr þessu sé að fá minni brjóstapúða. Hún hefur leitað til góðgerðarsamtaka og beðið um hjálp til að borga fyrir nýja aðgerð því að sér  finnist að heilbrigðisþjónustan eigi að sjá um þetta því að það var starfsmaður hennar sem gerði brjóstin allt of stór.

Hún var mjög bjartsýn að sér myndi ganga allt í haginn þegar hún var búin að fá stór og fín brjóst og notaði hvert tækifæri sem hún gat til að sýna þau. En atvinnutilboðin létu standa á sér og fólk elti hana oft á götunni og hrópaði á eftir henni að hún skyldi skila aftur peningunum sem voru notaðir til að borga fyrir brjóstastækkunina. Hún grenjaði út í orðsins fyllstu merkingu samþykki fyrir aðgerðinni á kostnað heilbrigðisþjónustunnar.

En svona er þetta stundum, ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er!

SHARE