Lykillinn að velgengni í lífinu?

Lærðu að fara með peninga.

Venjulegt fólk sem kann ekki að höndla peninga og eyðir langt um efni fram  mun aldrei komast í nokkur efni. Ef eyðslan er ekki í samræmi við launin eða ávinninginn  er alveg sama hvað fólk nær í mikla fjármuni – vasarnir verða alltaf tómir. Fólk ætti endilega að lifa í lúxus af ýmsu tagi ef það færir því  lífshamingjuna en það er ekki sniðugt að eyða pening á þann hátt þegar skuldirnar eru orðnar himinháar.

Það kemur ekkert af sjálfu sér  

Maður uppsker eins og maður sáir- í viðskiptum eins og í samskiptum við fólk. Yfirleitt fær maður árangur erfiðis síns. En hafðu endilega í huga að þú þarft fyrst og síðast að treysta á sjálfa(n) þig. Sjálfs er höndin hollust.  Það er alveg sama hvað aðrir bjóða þér – treystu á sjálfa(n) þig.

Ekki segja, gera!

Það er auðvelt að tala. Og tala og tala og segja fólki frá flottum og frábærum viðskiptahugmyndum sem aldrei verður svo neitt úr. Kíkið þið bara á fésbókina eða Twitter. Ekki vantar hugmyndirnar. En hvað um framkvæmdirnar? Vertu ekki að eyða tíma þínum í  að spreða út hugmyndum. Haltu þeim fyrir þig og framkvæmdu þær..

Á íslensku má alltaf finna svar.

Fólk af minni kynslóð er duglegt að tjá sig á fésbókinni. En eru þeir jafnduglegir svara skilaboðum eða hringja þegar þeir misstu af símtali? Ég hef grun um að margir hafi misst af tækifærum af því að þeir svöruðu ekki skilaboðum (SMS og tölvupósti) eða símtali. Það ætti að vera hluti af daglegum störfum fólks sem stundar viðskipti. Og það má ekki dragast í marga daga að svara.

Tilfinningar og viðskipti fara illa saman  

Tilfinningar taka svo mikið rými í hugum fólks og eru svo orkufrekar að það er skaðlegt að blanda þeim í viðskiptin.   Í viðskiptum verður maður að taka ákvarðanir byggðar á rökum og skynsemi en ekki á tilfinningum. Þetta er ekki alltaf auðvelt en alveg nauðsynlegt.

Forgangsraðaðu  

Öll viljum við getað skemmt okkur.  En maður getur illa hlaupið frá verki til þess að fara að skemmta sér eða fara í frí.  Ef manni lærist að ljúka því sem fyrir liggur og þarf að ljúka áður en maður leyfir sér að slappa af og skemmta sér mun manni að öllum líkindum farnast vel.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here