Madonna ræður einkaspæjara til að fylgjast með Rocco

Madonna hefur ráðið einkaspæjara til að fylgjast með ferðum sonar síns Rocco(15) á meðan hann dvelur hjá föður sínum Guy Ritchie í London. Madonna og Guy hafa verið í forræðisbaráttu að undanförnu og stefnt er að því að málið verði tekið fyrir í rétti í næsta mánuði.

Sjá einnig: Er Madonna að missa tökin á tilverunni?

Söngkonan heldur því fram að Guy leyfi syni þeirra að lifa hættulegu lífi og er hún afar ósátt við að hann hafi ekki verið skráður í skóla í London og heldur söngkonan því  einnig fram að Guy leyfi honum að sleppa skóla.

Sagt er að Rocco sé mjög ósáttur við móður sína og að honum finnst hún vera of ströng. Hún tók meðal annars af honum símann og neyðir hann til að koma með sér í öll tónleikaferðalög, sem gerir það að verkum að hann getur ekki átt almennileg vinasambönd við jafnaldra sína.

Sjá einnig:Forræðisdeila: Madonna tók símann af Rocco

 

30B8E18D00000578-0-image-a-1_1454522165177

Rocco hefur verið að eiga góðar stundir með föður sínum leiksstjóranum Guy Ritchy í London, en Madonna er gríðarlega ósátt með þetta fyrirkomulag.

Sjá einnig: Sonur Madonnu vill ekki búa hjá henni

30B8E22D00000578-0-image-a-4_1454522349857

 

 

SHARE