Söngkonan Madonna hefur hneykslað aðdáendur sína víða um heim undanfarna mánuði. Madonna hefur ítrekað stigið of seint á svið á þeim tónleikum sem hún hefur haldið á árinu og fyrr í þessum mánuði mætti hún ölvuð og alltof seint á svið í Nýja Sjálandi. Í síðustu viku hélt söngkonan tónleika í Brisbane í Ástralíu og átti hún að stíga á svið klukkan átta. Klukkan var hins vegar langt gengin í ellefu þegar Madonna loksins lét sjá sig, tónleikagestum til mikilla ama.
Sjá einnig: Madonna mætti ölvuð og í trúðabúning á eigin tónleika