
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld.
Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Nánari upplýsingar um þessa alþjóðlegu aðgerð er að finna í fréttatilkynningu á heimsíðu Europol, en hana má nálgast hér: 25 arrested in global hit against AI-generated child sexual abuse material | Europol
Sjá einnig:
- Adolescence – Leyndarmálið á bakvið endinn
- 10 matvæli sem þú ættir að sleppa ef þú ert með vefjagigt
- Sérsveitin kölluð út á Bolungarvík
- 10 atriði sem einkenna Gen Z – Fædd 1997-2012
- Kóreskar kjötbollur
- Frábærar myndir úr dýraríkinu – Hvaða mynd finnst þér flottust?