Magaverkir barna eru oft kvíði

Mörg börn kvarta yfir magaverk fyrir viðburði eins og próf eða íþróttakeppnir. Magaverkirnir tengjast kvíða og stressi. Sumir fara með börnin til læknis útaf þessum magaverkjum og gera sér ekki grein fyrir að þau þjást af kvíða.

Meltingarsérfræðingur nokkur í Seattle, Dr. Nicole Sawangpont Pattamanuch, segir frá einkennum þess að barn sé haldið kvíða og hvað sé til ráða.

Kvíðaröskun er algengasta geðröskunin á meðal barna, sem og ADHD. Margir spyrja spurninga eins og: „Hefur barn einhverju að kvíða?“ Það er vegna svona viðhorfs sem börn eru sjaldnast greind og fá enga hjálp.

Sjá einnig: Heilbrigð sjálfsmynd barna

Skilningsleysi foreldra getur haft mikil áhrif á börn, en þau vita ekki alltaf hvaða tilfinningar eru eðlilegar og hverjar ekki. Kvíði getur verið jákvæður í sumum tilfellum en það er mikilvægt fyrir foreldra að þekkja merki þess að barnið sé með kvíða.

Merki um að barnið þitt sé með kvíða: 

 

Hegðunarmynstur barna með kvíða

 • Þau segja „ég get þetta ekki!“ án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu.
 • Þau sækjast stöðugt eftir viðurkenningu vina, kennara eða foreldra.
 • Þau verða reið eða leið þegar þau þurfa að fara frá foreldrum eða öðrum nákomnum.
 • Þau vilja aldrei tala við ókunnug börn á sínum aldri utan skóla.
 • Þau forðast félagslegar aðstæður með jafnöldrum eftir skóla.
 • Þau vilja ekki fara í skólann.
 • Þau segja lítið og taka lítinn þátt í hópverkefnum.
 • Þau vilja ekki taka þátt í hópastarfi í skólanum.
 • Þau spyrja oft „hvað ef…“?

Tilfinningaleg merki um kvíða

 • Þau taka skapofsa og/eða grátköst.
 • Þau eru svakalega viðkvæm.
 • Þau eru oft með áráttukennda hegðun og þráhyggjur.
 • Þau gráta oft.
 • Þau eru með mikinn prófkvíða.
 • Þau eru hrædd við að gera mistök.
 • Þau verða reið og örg án ástæðu.
 • Þau fá oft martraðir um að missa einhvern nákominn sér.
 • Þau hafa áhyggjur af framtíðinni.
 • Þau eru hrædd um að aðrir komist að því að þeim gangi illa með eitthvað.
 • Þau eru ofsalega hrædd við dramatíska hluti, eins og náttúruhamfarir og svoleiðis. Þau eru líka með „fóbíur“ fyrir kóngulóm, hundum, flugum eða öðru.
 • Áhyggjur þeirra og ótti truflar leik þeirra
 • Þau fá kvíðaköst (eða kvíða við að fá kvíða).

Líkamleg einkenni um kvíða

 • Þau eiga erfitt með að sofna og sofa alla nóttina.
 • Þau eru sífellt að spenna vöðvana.
 • Þau skjálfa og svitna í erfiðum aðstæðum.
 • Þau eru utan við sig, ofvirk, eirðarlaus og fikta stanslaust í hlutum.
 • Þau nota bara salernið heima hjá sér.
 • Þau vilja ekki borða nesti eða hádegismat í skólanum/leikskólanum.
 • Þau kvarta oft yfir magaverk og höfuðverk, þó ekkert sé að hjá þeim.

Það er mikilvægt að þekkja þessi merki til þess að geta boðið barninu að tjá sig um tilfinningar sínar. Ef barnið þitt dregur sig skyndilega inn í skel ættirðu að spyrja hvort eitthvað sé að angra það.

 

Heimildir: optimalpositivity.com

SHARE