Magni tekur flott lag í undankeppni Eurovision – Viðtal

Magni Ásgeirsson þarf ekki að kynna neitt sérstaklega fyrir fólki en hann er flestum kunnugur.
Magni fæddist á Egilstöðum árið 1978 en bjó fyrstu 15 árin sín á Borgarfirði eystri.
Magni byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit 11 ára gamall og síðan hefur hann ekki skilið
við tónlistina síðan þá. Í Menntaskóla stofnaði hann hljómsveitina SHape ásamt frændum sínum.
Hann keppti tvisvar í söngvakeppni framhaldskóla og Shape komst áfram í úrslit músíktilrauna og 
gaf þá út eina plötu. Það fór ekki fram hjá okkur Íslendingum þegar Magni tók þátt í Rockstar Supernova
raunveruleikaþættinum en það má segja að hann hafi slegið rækilega í gegn og vareinn af topp þremur keppendum.

Þrátt fyrir að Magni hafi ekki náð háum aldri þá hefur hann afrekað og náð langt í tónlistinni enda um frábæran tónlistarmann að ræða.
Magni tók þátt í Eurovision undankeppninni í fyrra og átti þar marga aðdáendur fyrir frábæra lagið Hugarró því miður fyrir marga vann það ekki í lokin en nú hefur hann tekið þá ákvörðun að keppa í ár með flottu lagi og hann klikkar eflaust ekki í því frekar en áður.

Við spurðum Magna hvað hann væri að gera í tónlistinni um þessar mundir ?
Ég var að senda frá mér mína aðra sólóplötu – “Í huganum heim” – og er að skipuleggja tónleikahald tengda henni.
Í hjáverkum er ég síðan að taka þátt í hinum ýmsu tónleikum, upptökum og loks er undirbúningur Bræðslunnar að hefjast í níunda skiptið.

Hversvegna tókstu þá ákvörðun að taka þátt aftur? Flott lag, auk þess sem ég vinn sem tónlistarmaður.

Lagið í fyrra varð vægast sagt vinsælt, er það í sama stíl og Hugarró?
Þetta er alveg skylt, enda sama teymi á bakvið lagið að flestu leiti.
Þetta er samt aðeins meira up-beat svo ég sletti aðeins.

Er það eitthvað sem þig hefur lengi langað að komast í keppnina út ? Eiginlega ekki, auðvitað langar mig að fara en það er ekkert sem ég missi svefn yfir. Ég er búinn að reyna það margt í þessum bransa, ég er orðinn svo gamall og reyndur sjáðu til 😉

Hvernig er ferlið í kringum keppnina, er þetta mikill undirbúningur? Þetta er þónokkur viðvera, æfingar og annað, ekkert meira en við aðra tónleika finnst mér.

Ertu vongóður um að komast áfram ? Ég ræð engu um það – ég ætla bara að syngja eins vel og ég get, restin er í höndum þjóðarinnar.

Er lagið þitt ólíkt hinum lögunum í undankeppninni?
Ég er ekki frá því að það sé aðeins meira myrkur í því en hinum.
Ertu tapsár?Væri ég þá að gera þetta aftur?

Aðspurður hvaða lagi hann myndi halda með fyrir utan þitt eigið að sjálfsögðu?
það eru nokkur þarna sem ég held með, aðallega vegna þess að vinir mínir eru að flytja eða semja þau.
Ég vona bara að öllum gangi vel að skila sínu.

Þökkum Magna fyrir að fá að spyrja hann út í undankeppnina sem við bíðum spennt eftir.
En hér má heyra þetta frábæra lag sem hann mun flytja 2 febrúar í Hörpu.

http://www.ruv.is/login/ekki-lita-undan

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here