Það muna eflaust margir eftir þáttunum um barnfóstruna háværu Fran Fine sem voru afskaplega vinsælir um miðjan tíunda áratuginn. Þættirnir, The Nanny, fjölluðu um ærslabelginn Fran Fine sem missir vinnuna og fer í kjölfarið að passa þrjú börn sem ekkillinn Max Sheffield á. Sheffield og Fine fella síðan auðvitað hugi saman og fengum við að fylgjast með þeim í gegnum heilar sex þáttaraðir.

Sjá einnig: Manstu eftir Jamie litla úr One Tree Hill?

Leikaranir hittust aftur nú á dögunum og birti Charles Shaughnessy, sem lék Sheffield, myndir af gleðinni á Facebook.

1914600_10154606080482506_2152712882264173954_n

12278944_10154601359317506_2045775301134815234_n

Á þessari mynd má einnig sjá Renée Taylor, sem lék móður Fran.

12063680_10154629814627506_9103527755782681178_n

gallery-1459259443-gettyimages-136877564

SHARE