Rithöfundinn og skáldið, baráttumanneskjan og hin magnaða kona Maya Nagelou, sem lést miðvikudaginn þann 28 maí kann að hafa sagt skilið við jarðneska tilvist sína, en eftir hana liggja óteljandi gullkorn og vísdósmorð.

Maya, sem var 86 ára gömul þegar hún lést, gaf út sjálfsævisögu sína í sjö bindum, var einkar virk í mannréttindabaráttu allt sitt líf og starfaði jöfnum höndum með Martin Luther King Jr, hún las upp frumsamið ljóð við innsetningu Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta; var síðar meir sæmd Frelsismedalíu Bandaríkjanna og svona mætti lengi áfram telja.

Um það leyti sem fyrsta bindi sjálfsævisögu hennar kom út árið 1969 – I Know Why The Caged Bird Sings – hafði Maya þegar starfað sem dansari, söngkona, umferðarleiðbeinandi, ritstjóri í Kairó og sem aðstoðarmanneskja á þingi í Ghana, allt meðan hún var einstæð móðir.

“Ég er kona. Ég er stórbrotin kona. Það er ég.”

Maya Angelou fæddist ekki með silfurskeið í munni en hún skildi lífsins gátur og kunni svör við þeim flestum. Hér á eftir fara 11 gullfalleg viskukorn sem Maya Angelou skilur eftir, hugrenningar sem eiga erindi við allar konur; í íslenskri þýðingu sem og á frummálinu; ensku.

1 – Það að elska merkir einnig að leggja allt undir – en það er áhættunnar virði.

Í hita ástarinnar vogum við okkur að vera hugrökk. Og skyndilega lærist okkur að ástin krefst alls í eigu okkar og alls sem við getum nokkru sinni orðið. Þó er það einungis ástin sem getur veitt okkur frelsi. –


“In the flush of love’s light, we dare be brave. And suddenly we see that love costs all we are, and will ever be. Yet it is only love which sets us free.”

– Maya Angelou

2 – Konur ættu og þurfa að sýna samstöðu 

Í hvert sinn sem kona stendur upp og ver gildi sín, stendur með sjálfri sér, jafnvel þó hún viti það ekki; jafnvel þó hún krefjist þess ekki , er hún um leið að standa vörð um réttindi allra kvenna.”


“Each time a woman stands up for herself, without knowing it possibly, without claiming it, she stands up for all women.”

– Maya Angelou.

3 – Lykillinn að velgengni er einfaldur; gleði

Velgengni er fólgin í því að kunna að meta sjálfa þig, kunna að meta það sem þú gerir og að kunna að meta hvernig þú gerir það.”


“Success is liking yourself, liking what you do, and liking how you do it.”

– Maya Angelou

4 – Breyttu því sem þú getur, en sættu þig við þá hluti sem þú hefur enga stjórn á.

Ef þú ert ósátt við eitthvað, breyttu því þá. Ef þú getur ekki breytt því, breyttu þá viðhorfi þínu. Ekki kvarta.”

“If you don’t like something, change it. If you can’t change it, change your attitude. Don’t complain.”

– Maya Angelou

5 – Treystu þinni innri röddu og hlustaðu á eigið innsæi

Hlustaðu á sjálfa þig, því í þeirri kyrrð gætir þú heyrt röddu Guðs mæla.

 

Listen to yourself and in that quietude you might hear the voice of God.

– Maya Angelou, 32 maí 2014

6 – Lærðu að meta mátt fyrirgefningarinnar

 

Fyrirgefningin er ein máttugasta gjöf sem þú getur veitt sjálfri þér. Fyrirgefðu öllum.”

“It’s one of the greatest gifts you can give yourself, to forgive. Forgive everybody.”

– Maya Angelou

 

7 – Útlitið er ekki allt. Það er meira að segja langt frá því.

 

Fallegar konur velta því fyrir sér í hverju leyndarmál mitt er fólgið. Ég er ekki sæt og ég er ekki með vöxt ofurfyrirsætu. En þegar ég byrja frásögnina, trúa þær mér ekki og halda mig ljúga. Ég segi þeim að galdurinn sé fólginn í faðmlagi mínu. Umfangi mjaðma minna. Styrk skrefa minna. Bogadrengum vörum mínum. Ég er kona. Ég er kona kyngimögnuð. Mögnuð kona. Það er ég.”

 

“Pretty women wonder where my secret lies. I’m not cute or built to suit a fashion model’s size But when I start to tell them, They think I’m telling lies. I say, It’s in the reach of my arms The span of my hips, The stride of my step, The curl of my lips. I’m a woman Phenomenally. Phenomenal woman, That’s me.”

– Maya Angelou

 8 – Þorðu að skora veröldina á hólm

 

Mér finnst yndislegt að sjá unga stúlku vaða af stað og grípa í hnakkadrambið á veröldinni. Lífið er virkilega töff. Þú verður að vaða út í lífið og negla málið.”

I love to see a young girl go out and grab the world by the lapels. Life’s a bitch. You’ve got to go out and kick ass.” 

– Maya Angelou

 

9 – Ef þú býrð illa, ert í ömurlegu sambandi eða lélegu starfi, losaðu þig þá úr aðstæðum og það strax.

 

Að stíga fyrstu skrefin á nýrri braut er erfitt, en ekki erfiðara en að vera um kyrrt í stöðu sem er ekki nærandi fyrir þig sem konu.”

Stepping onto a brand-new path is difficult, but not more difficult than remaining in a situation, which is not nurturing to the whole woman.”

– Maya Angelou

10 – Gleymdu aldrei að hlæja


“Konur ættu að vera harðar, mjúkar, hlæja eins mikið og mögulegt er og njóta langrar ævi.”

Women should be tough, tender, laugh as much as possible, and live long lives.”

– Maya Angelou

 

11 – Sú tilfinning sem þú laðar fram hjá öðrum er minningin sem þú skilur eftir þegar þú ferð

 

Mér hefur lærst að fólk mun gleyma því sem þú sagðir, fólk mun gleyma því sem þú gerðir, en fólk mun aldrei gleyma því hvaða tilfinningar þú framkallaðir hjá því.”

I’ve learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel.”

– Maya Angelou

 

SHARE