Meðganga – Nokkur atriði sem ágætt getur verið að hafa í huga

 

Ég vildi að ég hefði vitað þetta.. segja margar konur eftir að þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu, okkur er nefninlega ekki sagt allt, þó að við fáum nú felstar að heyra fjöldan allan af  hryllingssögum án þess að biðja um það.

Það er varla hægt að ímynda sér hvernig daglegt líf mun breytast þegar við fæðum nýjan einstakling inn í þennan heim. Maður heldur að maður viti það. Maður heldur að maður sér undirbúinn. En satt að segja veit maður ekki hvað verið er að tala um fyrr en maður fer sjálfur að hugsa um barnið sitt.

Ég hef lesið mér mikið til um meðgöngu, fæðingar og allt í þeim dúr eins og flestar konur gera þegar þær ganga með barn. Ég hef líka fengið góð ráð frá konum sem eg þekki. Hér eru nokkur atriði sem mér finnst gott að hafa í huga. 

Haltu dagbók !

Maður er oft þreyttur mjög þreyttur á meðgöngu svo að það getur vaxið manni í augum að fara að skrá eitthvað hjá sér. En þú gætir t.d. tekið vikulega mynd af sístækkandi kúlunni, sett þær í myndaalbúm og seinna verður gaman að skoða myndirnar með fjöslkyldunni. Ég er alls ekki nógu dugleg í þessu og hef ekki tekið nema 3 myndir af maganum, mér finnst hann svo lítið vera að stækka enn sem komið er svo ég hugsa að ég byrji á þessari myndadagbók eftir að kúlan lætur sjá sig.

Fæðingin er ÞÍN.

Það er alltaf fólk þarna úti sem þarf að skipta sér af öllu. Þegar þú ert ófrísk hefur þú líklega einhverja hugmynd um hvernig þú vilt hafa fæðinguna þína. Þú gætir viljað heimafæðingu, þú gætir viljað fá mænudeyfingu eða engin verkjalyf og svo gæti verið að þú farir í keisaraskurð og sumar konur velja það og þær hafa sínar ástæður. Hvernig þú vilt hátta fæðingunni þinni kemur ENGUM við nema þér og makanum ef þú átt maka eða þeim aðstandendum sem ætla að vera með þér í fæðingunni. Ákvörðunin er þín, þó að auðvitað geti þurft að breyta út frá plani. Ég þoli það rosalega illa þegar fólk ætlar að fara að skipta sér af því hvernig fólk vill hafa fæðinguna sína. “Af hverju viltu gera þetta svona en ekki svona?” “Er ekki betra að fá enga deyfingu? Það er svo miklu náttúrulegra” “Jiii ætlar þú að gera þetta verkjalyfjalaust, ég mæli sko EKKI með því!”

Fæðingin er reynsla sem við líklega gleymum aldrei og það er engin kona út í bæ (ekki fagmanneskja) sem getur sagt okkur hvernig við EIGUM að hafa hana. Við skuldum engum útskýringar á okkar ákvörðunum.

Þetta er bara eins og með konurnar sem gefa ekki brjóst af einhverri ástæðu og fá spurningar frá fólki “Af hverju ertu ekki með hann/hana á brjósti?” Fólki kemur þetta ekki við. Mörgum konum líður illa yfir því að geta ekki haft barnið sitt á brjósti og alveg óþarfi að vera að velta þeim upp úr því að mínu mati. 

Þú gætir þurft að vera í mussu EN það getur líka verið að það sjáist ekkert á þér fyrstu mánuðina.

Auðvitað vona allar óléttar konur að þær þyngist bara um tæplega 10 kg, fái svolitla kúlu og ljómi af hreysti og hamingju. En sannleikurinn er sá að mjög margar konur eru lasnar eða veikar fyrstu fjóra mánuðina og safna miklum bjúg, geta ekki verið í öðru en víðum mussum og komast ekki í skóna sína. Þetta er erfitt meðan á því stendur. Það eru hinsvegar líka fullt af konum sem sést ekkert á fyrr en eftir 4-5, jafnvel 6 mánuði. Það er voðalega lítið farið að sjást á mér og ef þú þekkir mig ekki tekur þú líklega ekki eftir því að ég er ólétt. Við erum bara svo misjafnar.

 

Þú gætir fengið fæðingarþunglyndi

Það er erfitt að ímynda sér að maður sé ekki einlæglega glaður þegar barnið er loksins fætt. En sannleikurinn er sá að mjög margar konur (u.þ.b. 70%) fá fæðingarþunglyndi. Þú skalt ekki fara að herma eftir brosinu á alsælum mömmum sem þú sérð í glansmyndablöðunum.

Það er engin skömm að því að fá fæðingarþunglyndi og ef það gerist þarf maður að leita sér hjálpar.

  

Þú ert ekki að borða fyrir tvo!

Matarlystin á meðgöngu getur orðið mikil, það er þó misjafnt eftir konum. Maður getur orðið ótrúlega innantómur og sárlangað í eitthvað sem er ekki endilega hollt og gott, eins og ís, eitthvað vel brasað og fleira af þessu tagi. Það er  alveg fhægt að fá sér eitthvað gott en það er kannski ekki gott að detta algjörlega í það alla daga. Það er hins vegar mikilvægt að borða reglulega. Ég hélt að ég fengi svakalegar cravings í ýmislegt en ég hef ekki fundið neina breytingu í því. Ég fæ stundum cravings í eitthvað en ekkert meira en ég gerði áður en ég varð ólétt. Oft get ég ekki hugsað mér að borða nammi eða neitt sætt og langar bara helst í ávexti en svo koma dagar þar sem mig langar í eitthvað óhollt. Ég myndi líklega borða ávexti í hvert mál ef ég nennti alltaf að skera þá og afhýða. (melónur, perur og þessháttar)

Þú þarft ekki nema 3-500 viðbótar hitaeiningar á meðgöngu. Þegar talað er um að við séum að borða fyrir tvo er það bara hreinlega ekki rétt. Barnið okkar þarf ekki jafn margar kaloríur og fullirðin kona. 

Hvað er best að gera síðustu mánuðina sem maður er „frjáls?“

Þessi ráð hef ég fengið frá konum sem upplifað hafa síðustu mánuðina: Það besta sem þú getur gert er að sofa vel og mikið, reyna að hvíla þig og vera góð við sjálfa þig. Þú verður ekki # 1 þegar barnið þitt er fætt. Það er t.d. ágæt hugmynd að fara út að borða, fara í klippingu og naglasnyrtingu svo að eitthvað sé nefnt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here