Finnst ég verða að koma þessu frá mér en veit ekki hvar. Ég er ung móðir og á 2 börn. Lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu að eldra barnið mitt var misnotað og aðeins 3 ára gamall þegar það kom í ljós. Sem betur fer á ég gífurlega skýran og þroskaðan dreng og sagði hann því frá því sem hefði gerst en auðvitað fannst honum ekkert að því, hélt hann væri bara að segja mömmu sinni hvað hann og afi gerðu saman.

 

Þetta var þannig að í byrjun sumars sótti ég strákinn á leikskólann og við fórum heim eins og flesta daga en svo kom í ljós að þetta var dagurinn sem mundi gjörbreyta lífi mínu. Mér hefði aldrei dottið það í hug að þessi dagur mundi rústa lífi mínu.

Sonur minn var að spjalla við okkur eins og hann gerir mjög oft en svo allt í einu var hann farin að segja hluti sem hann ætti ekki að hafa neitt vit á, Hann sagði okkur að typpið hans væri ekki snudda og ég var ekki alveg viss hvort hann væri að reyna vera voða fyndinn eða hvort honum væri virkilega alvara með þessa pælingu þannig ég spurði : Hvað meinarðu elskan afhverju helduru það? Auðvitað er typpið þitt ekki snudda! En hann vildi ekki ræða það neitt meir og ég vildi ekki þvinga hann til þess svo ég ákvað að gefa houm smá tíma.

Daginn eftir fór hann aftur að spjalla og sagði okkur þá ýmislegt sem að afi hans gerði með honum þegar þeir væru bara 2 og að hann fengi alltaf að velja sér allskonar í búðum og afi mundi bara kaupa það allt fyrir hann.
Auðvitað fórum við að spá rosalega mikið í því hvort barnið væri virkilega að segja okkur þetta allt af reynslu eða hvort hann hefði heyrt eða séð eithvað einhverstaðar. Það endaði með því að ég hringdi í barnaverndarnefnd og sagðist bara nauðsynlega þurfa tíma því að barnið mitt sem var aðeins 3 ára var að segja okkur að afi hans hefði látið hann beygja sig niður og potað í rassinn á honum, sýnt honum typpið á sér og fyrst var það lítið en svo var það stórt (eins og strákurinn orðaði það).

Full af reiði og hræðslu reyndi ég að halda mér rólegri og sýna syni mínum aldrei hversu reið ég var því ég vildi alls ekki að hann mundi telja að þetta væri hans sök eða að hann hefði gert rangt jafnvel að hann hefði ekki átt að segja okkur frá þessum hlutum.
Barnaverndarnefnd hafði miklar áhyggjur af þessu vegna þess sem ég sagði þeim og fékk ég því tíma strax sama dag.
Á fundinum þar barðist ég við að halda tárunum inni og reyndi að segja þeim hvað sonurinn hefði sagt mér og auðvitað fannst þeim þetta grafalvarlegt mál og fór það því beint í lögreglurannsókn.

Nokkrum dögum seinna var hringt í mig og tilkynnt mér það að það ætti að segja afanum frá þessu og að ég ætti að passa mig og hringja strax í lögregluna ef hann mundi eithvað reyna að hafa samband við mig og að einnig yrði mér skaffaður lögfræðingur. Að sjálfsögðu stirnaði ég af ótta og tóku svo við endalausar svefnlausar nætur, en samt einhvernveginn var ég alltaf svo reið og frosin að ég grét ekkert og talaði voða lítið um þetta.

Síðan var ákveðið að það þyrfti einhver sérfræðingur að tala við strákinn og fá þá á hreint hvað hann var búinn að vera segja okkur þegar við vorum bara heima. Mjög skiljanlega vildi hann ekki opna sig við manneskju sem hann hefði aldrei hitt né séð áður og var þá málinu bara lokað!!!

Endalaus reiði og vonbrigði tóku þá við en ég reyndi bara að útskýra fyrir stráknum að hér eftir mundi ég gera allt í mínu valdi til að vernda hann og sjá til þess að aldrei aftur myndi neinn fá að koma svona við hann. Sagði honum líka að allt það sem afi hans hafði gert var rangt og stranglega bannað og að hann mundi aldrei þurfa að fara þangað aftur.

Einhvernvegin náðum við að komast í eðlilega rútínu og reyndum að hugsa sem minnst um þetta þar sem vð gátum ekkert meira gert.

En núna nokkrum mánuðum seinna er þetta farið að hafa rosaleg áhrif á mig…

Ég hef aldrei verið jafn óörugg með mig og lítil í mér, mér finnst ég algjörlega hafa brugðist syni mínum og að ég hafi átt að passa hann betur,
Ég sef illa, hræðist allt, finnst ég ekki geta veitt börnum mínum öruggan stað að búa á og fynnst ég vera að gera allt rangt. Ég er orðin hrædd um hvað ég geri því þegar ég sé þennan viðbjóðslega mann úti í búð eða bara keyrandi þá vill ég ekkert annað en að fá hann ofan í jörðina, mér finnst hann ekki eiga það skilið að gera barni svona lagað og hvað þó barnabarninu sínu og ganga svo bara laus. Þetta er viðbjóður sem á að vera lokaður inni eða bara dauður!

Litli gullmolinn minn var misnotaður og það var ekkert sem ég gat gert til að taka það til baka. Þessi litli hjartaknúsari sem gerir allt fyrir alla og er hinn saklausasti litli drengur sem finnst var alveg hræðilega svikinn og traust hans hrottalega brotið.
Einum manni og þá manni sem við héldum að væri treystandi fyrir barninu okkar honum tókst að setja líf okkar á hvolf og setja risastórt ör í hjartað sem ég mun líklega aldrei ná að losna við.

Aldrei hefði ég trúað að svona lagað kæmi fyrir mitt barn, ég taldi mig geta veitt börnunum mínum nægilegt öryggi. En svo var ekki. Allt sem ég geri og hvert sem ég fer þá er eithvað sem minnir mig á þennan mann. Ég næ þessu aldrei úr höfðinu á mér og þetta er farið að hrjá mig meira með hverjum deginum.
Þegar sonur minn talar um hann þá fyllist ég af reiði og skamma hann, þó ég viti að það sé rangt þá eru það ósjálfráð viðbrögð.

Ég veit ekki hvert ég á að leita en ég veit að ég þarf hjálp. Að lifa svona áfram er ekki val, (get ekki gert mér né börnunum það lengur…

 

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

SHARE