„Mér hefur alltaf fundist ég þurfa að fela mig“

LeAnn Rimes segir frá því að hún hafi verið að fela sig alltof lengi með sinn húðsjúkdóm og hún ætli að koma útúr búrinu.

„Ég var aðeins tveggja ára þegar ég var greind með psoriasis og þegar ég var 6 ára var 80% af líkama mínum hulinn rauðum, aumum blettum, allt nema hendurnar, fætur og andlitið.“

LeAnn segir að á þeim tíma sem hún var greind með psoriasis, hafi ekki mikið verið talað um sjúkdóminn.

„Ég reyndi allt sem ég gat, sterakrem og sterk lyf og gerði eins og ég gat til að fela þetta þegar ég var meðal fólks. Ef ég var á sviði var ég oft í tvöföldum sokkabuxum eða í gallabuxum og var oft að kafna úr hita. Undir peysunni var ég oft með þykk og blæðandi sár. Mér hefur alltaf fundist ég þurfa að fela mig.“

Þegar LeAnn var komin yfir tvítugt fann hún loks meðferð sem virtist virka til að minnka útbrotin. Með tímanum fór hún að láta líða lengra á milli meðferða, því hún var orðin svo góð, sem endaði með því að hún þurfti ekki að fara í meðferðina í tvö og hálft ár.

„Það var svo í byrjun þessa árs sem fjandinn varð laus, bæði í heiminum og hjá mér sjálfri. Allt í einu fór ég frá því að gera það sem ég elska og vera í kringum fólk, í að vera heima í íþróttabuxum. Stress getur komið psoriasis af stað og með alla óvissuna í gangi komu útbrotin aftur,“

sagði LeAnn. Hún segist áður hafa sagt frá húðsjúkdómi sínum en gerði það alltaf þegar hún var að eiga góða tíma og fólk var meira að segja farið að halda að hún væri að segja ósatt.

„Kannski hef ég ákveðið að koma fram því þessir tímar hafa sett alla hluti í samhengi. Mig langar bara að komast úr þessu búri. Það er búið að taka allt af okkur sem við héldum að við ÞYRFTUM og nú sjáum við hversu mikils virði og góð við erum án alls kjaftæðisins.“

LeAnn er semsagt að birta af sér myndir þar sem hún sýnir psoriasis sitt. Við tökum ofan fyrir henni og deilum þessum myndum hér með stolti.

Heimildir: glamour.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here