Merki um að barnið þitt gæti verið í neyslu – Verum vakandi

Það er ekki einfalt fyrir nútímaforeldra  að styðja börn sín gegnum unglingsárin. Samtök um velferð unglinga hafa nýlega sent frá sér ýmsar leiðbeiningar fyrir  foreldra. Í þessum leiðbeiningum eru  foreldrum gefin ráð til að átta sig á og fást við neyslu unglinganna. Þó er ekki einungis talað  um unglinga í neyslu heldur fólk á öllum aldri.    

 

Foreldrar unglinga þurfa að átta sig á hvort þau séu farin að nota áfengi og eiturlyf, hvort sem þau trúa því að svo sé eða ekki. Það er alveg sama hvað foreldrarnir halda margar varnaðarræður. Það breytir ekki því að unglingunum okkar er og verður boðið upp á eiturlyf  og sumir hefja neyslu  mjög snemma, undanfarið hefur lögregla verið að lýsa eftir kornungum börnum sem strokið hafa af meðferðarheimilum og því miður eru þau börn oft langt sokkin í neyslu. Þó að foreldrar geti því miður ekki alltaf komið í veg fyrir þetta er samt mikilvægt að vera vakandi því það er alveg til í dæminu að barnið sé í neyslu án þess að foreldrar viti af því.

Hér er bent á nokkur atriði sem rétt er að vera vakandi fyrir.

Breytingar á hegðun

Oft eru breytingar á hegðun merki um að unglingurinn sé byrjaður í neyslu. Auðvitað eru unglingsárin mikið breytingaskeið og tilfinningalíf  unglinganna getur sveiflast til og frá. En maður þarf að vera vakandi fyrir viðbrögðunum. Oft er eitthvað á seiði hjá unglingunum þegar yfirleitt er orðið grunnt  á reiði og fjandskap.

Oft eru það merki um einhvern vanda ef unglingurinn breytir skyndilega um kunningjahóp, hættir alveg að umgangast fyrri vini og kunningja.

Bent er á að það lykilatriði til þess að fíklar losni úr neyslunni er að þeir átti sig á vanda sínum og taki ábyrgð á sjálfum sér. Samtökin sem birta þessar ráðleggingar eru með leiðsögn fyrir fíkla hvernig þeir geta tekist á við líkamlega vanlíðan og streitu, lært á ný að lifa lífinu og bætt samskipti sem hafa farið illa vegna neyslunnar.

Útlitslegar breytingar

Ýmsar breytingar í útliti gætu hringt bjöllum. Venjulega eru unglingar mjög uppteknir af útlitinu, reyna að líta sem best út í augum jafnaldranna. Foreldrar ættu að hafa áhyggjur af unglingi sem hættir að hugsa um útganginn. Gætið líka að hvort sjáöldrin eru þanin, roði í kinnum, stunguför á handleggjum og sót eða bruni á fingrum og höndum. Er unglingurinn uppgefinn? Eiturlyfjaneytendur vaka yfirleitt lengur en hollt er.

Það getur líka verið ástæða til að huga að því ef unglingurinn tekur allt í einu upp á að vilja alls ekki að þú hittir vini hans. Rétt er að gæta að hvað hvað er verið að fela ef símtölin fara allt í einu að vera leyndarmál og hann fer að læsa að sér.

Það er ekki heldur eðlilegt að unglingurinn sem áður borðaði með fjölskyldunni á matmálstímum er nú hættur því og fær sér bara einhverja bita utan matmálstíma. Ástæða er til að vera vakandi fyrir þessum breytingum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here