Miley er komin aftur með gamla trúlofunarhringinn

Miley Cyrus getur ekki leynt gleði sinni yfir að vera komin með trúlofunarhringinn sinn aftur, sem Liam Hemsworth gaf henni þegar þau voru trúlofuð árið 2012.

Liam hefur ekki enn staðfest fregnirnar um að þau hafi trúlofast enn á ný, en Miley sér til þess að stóri demanturinn fari ekki framhjá neinum.

Sjá einnig: Miley eyddi áramótunum með Liam

Þau byrjuðu að tala saman aftur í vor, en voru bæði mjög hikandi að láta verða af frekara sambandi, svo það var ekki fyrr en Miley lauk tónleikaferðalagi sínu í desember, sem þau fóru að hittast. Miley flaug til Ástralíu á milli jóla og nýárs og hafa þau sést mikið í almenningi síðan. Þau voru saman í eftirparý Golden Globes verðlaunahátíðarinnar og voru ekkert að fela ástúð sína til hvors annars.

Miley er nú flogin aftur til Ástralíu að hitta Liam, en svo virðist sem skrautlegt líferni Miley fari ekkert fyrir brjóstið á honum og telja margir að Miley hafi bara þurft smá tíma til að rasa aðeins út.

Sjá einnig: Miley Cyrus trúlofuð á ný

304DCB9100000578-0-image-a-5_1453131992680

304E99FA00000578-3405132-image-a-14_1453137675881

3050033D00000578-3405562-image-m-25_1453152633709

Sjá einnig: Litla systir Miley Cyrus heldur „krípí“ afmæli

3050045400000578-3405562-image-a-28_1453152698513

3050048200000578-3405562-image-a-2_1453152273889

SHARE