Milljón dollara spaghettí

Ég skal segja ykkur það að spaghettí  er ekki bara eitthvað spaghettí. Ó NEI!

Þetta spaghettí er milljón dollara virði svo gott er það!

Uppskriftin er fengin hjá henni Röggu mágkonu, nema hvað!

Uppskrift:

900 gr nautahakk

225 gr spaghettí

225 gr rjómaostur

1/4 bolli sýrður rjómi

225 gr kotasæla

1 dós pastasósa t.d Hunts garlic and herbs

110 gr smjör

rifin cheddar ostur

Aðferð:

Hitið ofnin á 180 gráður.

Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og kotasælu þar til orðið vel blandað saman.

Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið eftir smekk, hellið vökvanum af hakkinu frá þegar það er vel brúnað. Hellið pastasósunni yfir og látið malla við vægan hita í smá stund.

Leggið smjörklípur á botninn á eldföstu móti ( ef smjörið er kalt er gott að nota ostaskera í verkið). Setjið helmininn af spaghettíinu í botninn á eldfasta mótinu.

Hellið rjómaostablöndunni yfir spaghettíið og dreifið vel úr henni. Setjið afgangin af spaghettíinu yfir rjómaostablönduna, leggið nokkrar snjörklípur yfir og endið á að hella hakksósunni yfir spaghettí og dreifið úr svo það sé jafnt í eldfasta mótinu.

Bakið í heita ofninum við 180 gráður í 30 mín, takið þá réttinn úr ofninu og dreifið rifna cheddarostinum yfir og aftur inn í ofn í 15 mín.

Sjá meira: Grýtan hennar Röggu

Svo er bara að njóta í botn, hafa gott salat eða hvítlauksbrauð með og eitt gott rauðvínsglas toppar þetta alveg.

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here