Grýtan hennar Röggu

Hér kemur einn alveg sáraeinfaldur frá henni Röggu mágkonu. Það er sannarlega hægt að gera veislumat fyrir lítinn pening og með lítilli fyrirhöfn.

Uppskrift:

1 pakki Toro bolognese gryte
1 nautakraftsteningur
1 peli rjómi
500 gr nautahakk
Rifinn ostur

Aðferð:

Bolognese gryte innihaldið er soðið í 10 – 15 mín samkvæmt leiðbeiningum á pakka en með nautakrafti og rjóma.

Nautahakkið steikt á pönnu og sett í eldfast mót. gryteblöndunni er hellt yfir hakkið og rifnum osti dreift yfir.

Bakað í ofni vip 200° í ca 20 mín.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði.

Þessi tilbreyting á Gryte gerir hana sparimat og borgar sig að stækka uppskrift ef þetta verður eins vinsælt og á mínum bæ!

P.s…. Smá kjaftasaga í lokinn!

Heyrst hefur að ný matreiðslubók frá Röggu sé væntanleg og að sjálfsögðu rennur ágóði í gott málefni.

P.s…. Heyrst hefur líka að það verði uppskriftir frá gestum í bókinni sem eru alsælir með að taka þátt í góðgerðaverkefni.

 

Meira seinna, verði ykkur að góðu.

SHARE