Ofurmódelið og fyrrum Victoriu Secret engillinn Miranda Kerr situr fyrir nakin á forsíðu tímaritsins GQ. Miranda prýðir forsíðu bresku útgáfu blaðsins fyrir maí mánuð en blaðið inniheldur einnig viðtal við ástralska módelið.
Viðtalið hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum þar sem Miranda talar mikið um kynlíf. Eins og margir vita er hún nýskilin við leikarann Orlando Bloom en þau eiga eitt barn saman.

„Því eldri sem ég verð, því meira sjálfsöryggi hef ég til að biðja um það sem ég nýt best. Eitt sem ég hef tekið eftir er að þar sem ég stunda ekki mikið kynlíf núna þá er líkaminn minn ekki eins tónaður. Eftir því sem ég stundaði meira kynlíf þá voru handleggirnir mínir og magi mun tónaðri.“

Miranda talar einnig um að hún sé ekki fyrir einnar nætur gaman og nefnir hún sem dæmi að hún hafi látið Orlando bíða í 6 mánuði eftir fyrsta kossinum. Síðan bætir hún að hún vilji alltaf fá gagnrýni á frammistöðu sína því hún vilji alltaf vera að bæta sig.

Miranda talar einnig um framtíðar plön sín og segir að hún útiloki ekki að vera með konu. Módelið viðurkennir síðan að hún hafi gaman af því að stunda kynlíf á undarlegum stöðum og bætir við að hún hafi bæði fengið fullnægingu með karlmanna og ein í háloftunum.

SHARE