Kanadíska söngkonan Celine Dion hefur átt afar erfiða viku en á einni viku missti hún eiginmann sinn og bróður.

Eins og fram kom á Hún.is lést René úr krabbameini í hálsi á fimmtudaginn en sama dag og fréttir bárust af andláti hans var greint frá því í fjölmiðlum að bróðir söngkonunnar ætti einungis klukkutíma ólifaða.

Sjá einnig: Harmleikur Celine Dion heldur áfram

Daniel lést síðan á laugardagsmorguninn en banamein hans var krabbamein í hálsi, heila og tungu. Hann var umkringdur fjölskyldu og vinum þegar hann lést.

Celine hefur frestað öllum tónleikum í bili en búist er við því að hún snúi aftur 23. febrúar.

 

 

30341C7D00000578-3401754-Tragic_Celine_s_older_brother_Daniel_is_battling_cancer_and_his_-a-34_1452889972989

Screen Shot 2016-01-16 at 11.19.55

 

 

 

SHARE