MÖGNUÐ HVATNING: Hún lét ekkert stoppa sig – Myndband

Þetta er ekki “enn eitt íþróttamyndbandið” heldur stórkostleg sönnun þess að það skiptir engu þó fallið sé þungt og sárt; öllu skiptir þess heldur að rísa í fæturnar aftur – að spretta úr spori og beina öllum kröftum sínum að markmiðinu sjálfu.

Myndbandið hér að neðan sýnir 600 metra spretthlaup kvenna og er frá árinu 2008, en það er hin bandaríska Heather Dorniden sem hleypur af alefli fyrstu 200 metrana, fellur harkalega á andlitið í miðjum spretti og rís samstundis aftur á fætur, kastar sér áfram og nær hraða á hlaupunum sem hún sjálf sagði seinna að hefði verið henni óskiljanlegur.

Og boðskapurinn er skýr; það er MAGNAÐ hvernig unga konan vinnur úr skelfilegu óhappinu á hlaupabrautinni og snýr atburðarás sem hefði hæglega getað gert út af við feril hennar og sigrast á nær óyfirstíganlegum mótbyr.

 

“Það er djöfullegt að falla, mannlegt að liggja en guðdómlegt að standa upp” 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”xjejTQdK5OI”]

SHARE