Mundu þetta þegar þú efast um fegurð þína

Caucasian woman with a martini in her kitchen sobs

Líður þér eins og þú ert ekki sambærileg öðrum hvað varðar fegurð þína? Hvort finnst þér mikilvægara að líta eingöngu vel út að utan fyrir samfélagið að sjá, eða geta horft í spegilinn og horft á sjálfa þig og vera stolt af manneskjunni sem þú ert? Hvernig skilgreinir þú fegurð og hvernig manneskja langar þig til að vera þegar líkamlegir kostir þínir hverfa og allt er á leiðinni suður á bóginn? Verður eitthvað eftir af manneskjunni þér sem þú elskar í sjálfri þér?

Sjá einnig: Fegurðin kemur að innan: ,,Maki minn er fullkominn eins og hann er“

happy-old-lady

Hugsum okkur um hvernig við skilgreinum fegurð í raun.

1. Þú ert ekki eina manneskjan í heiminum sem líður svona. Allir eiga sína “ljótudaga”, jafnvel þeir sem þér finnst vera fallegasta fólkið í heimi, hafa vaknað upp, horft í spegilinn og ekki líkað það sem þau sjá.

2. Fegurð er afstæð og í augum sjáandans, en það er yndislegt að umkringja sig fólki sem lætur þér líða eins og þú ert falleg, samþykkt og elskuð.

3. Þú þarf ekki að fá samþykki frá öllum í kringum þig. Það skiptir ekki máli hver það er sem finnst þú vera falleg, svo þú þarft ekki áhorfanda til að vera falleg.

4. Þú ert falleg eins og þú ert, því það er enginn í heiminum sem lítur út eins og þú, hefur aldrei og mun aldrei gera. Þú ert að gera góðverk í heiminum með því að vera þú sjálf. Vertu hugrökk.

5. Það er sama hversu mörg kíló þú missir, eða hvernig líkami þinn lítur út, eða í hversu mikilli og hvernig megrun þú ert í, því það koma alltaf dagar þar sem þér líður ekki nógu vel með sjálfa þig. Þetta er endalaus barátta, svo ef þú heldur að einn daginn þú munir vera fyllilega hamingjusöm með útlit þitt, gleymdu því. Að eltast við fullkomið útlit gerir þig bara meira niðurdregna, vegna þess að það er ómögulegt og enginn mun nokkurn tíma geta það.

6. Hvað með að elta heilsuna? Það mun veita þér meiri hamingju en þú getur ímyndað þér. Ekki fara illa með þig með því að hlaupa svo mikið að þú kastir næstum upp eða neita þér um þá næringu sem líkami þinn þarf, bara til að passa í viss föt eða í vissa staðalímynd. Að hreyfa sig og borða hollan mat til að halda líkamanum heilbrigðum og sterkum og sál og huga uppi, mun láta þér líða vel. 

7. Eftir nokkur ár, tíu, fimm, eða jafnvel tvö, mun enginn muna eftir bólunum þínum, aukakílóunum eða útliti. Þau muna eftir því hvernig manneskja þú ert, góð, heiðarleg og gegnheil manneskja.

8. Þau atriði sem þér líkar síst við sjálfa þig eru oft þau sem öðrum finnst jafnvel vera það sérstakasta eða mest heillandi við þig. Til dæmis finnast þeim sem eru með freknur þær oft ljótar, en það er einmitt það sem þér finnst mest heillandi við viðkomandi. Ert þú með örlítið skakkar tennur og þolir það ekki við sjálfa þig? Það gæti einmitt verið það mest heillandi við þig í augum annarra.

9. Það er alveg sama hversu hátt sjálfsmat þú ert með. Þú munt alltaf koma til með að eiga slæma daga, þar sem þér líður ómögulega með sjálfa þig og það er bara allt í lagi. Vertu góð við sjálfa þig, þó að það sé erfitt að horfast í augu við gallana þína. Samfélagið okkar er bara þannig að það dæmir mest megnis út frá líkamlegu útliti okkar og gleymir því sem er að innan, en gleymdu ekki að minna sjálfa þig á það að það er meira mikilvægara í lífinu en ytra byrgðið. Þú ert fullkomin á þinn einstaka hátt.

10. Þú ert aldeilis þess virði að láta þér líða vel með sjálfa þig og ekki láta utanaðkomandi áreiti trufla þig. Þú ert nógu falleg.

11. Það eiga allir rétt á því að hafa skoðun. Manneskjur sem brosa og eru glaðar eru miklu fallegri og eftirminnilegri en þessar köldu, fallegu steríótýpur.

12. Ef fólkið í kringum þig lætur þér líða illa með sjálfa þig, þýðir það ekki að það sé eitthvað að þér eða útliti þínu. Þú átt aldrei að þurfa að sanna fyrir neinum verðmæti þitt, sérstaklega ekki fyrir vinum þínum.

13. Það er þó munur á því að fjarlægja þig úr aðstæðum og frá fólki sem láta þér líða illa og því að reyna að varpa þínu eigin óöryggi með sjálfa yfir á aðra. Vertu alltaf meðvituð svo þú vitir muninn.

14. Við erum í stanslausri vinnu með okkur sjálf. Okkur líður ekki nákvæmlega eins og í gær, eða fyrir nokkrum árum. Svo lengi sem þú einbeitir þér að því að verða besta útgáfan af sjálfri þér, heldur áfram að hlúa að manneskjunni inn í þér, þá munt þú aldrei missa fegurð þína.

15. Þó að það sé gott að vera full sjálföryggis, mun ytra byrðið dofna með árunum. Það að gefa of mikið í það að líta alltaf vel út að utan má ekki taka allt vægið af fegurðinni, sem gerir þig að þér. Einbeittu þér að því að elska sjálfa þig eins og þú ert. Svo lengi sem þú ert að vinna í sjálfri þér, þá muntu ekki missa einkenni þín sem þú ert stoltust af með árunum.

SHARE