Munnmök eru eitt af því nánasta sem þú getur gert þegar þú stundar kynlíf.

Í þessari grein verður farið yfir það sem best er að gera þegar munnmök eru stunduð, bæði fyrir karlmenn og konur.

Munnmök eru bæði vísindi og list. Og það er auðvelt að ná valdi á þeim.

Munnmök gera pör afar náin því þetta er það sem þú ert að deila með þínum heittelskaða/elskuðu. En margir karlmenn virðast ekki alveg kunna tökin á munnmökum og þar með er upplifunin farin fyrir bí. En þetta er oft vegna þess að þeir vita ekki betur …já eða réttara sagt kunna ekki réttu aðferðina.

Vertu nærgætinn : Það sem að fær konur til að forðast munnmök er þegar karlmaðurinn notar orðið “borða” um munnmök. Ef þetta gerist hættu að hugsa um þetta orð “borða” og breyttu því í að sleikja, kyssa og létt nart á alla réttu staðina.

Þú verður að raka þig : Mundu þetta, rakaðu þig í framan áður en þú ferð niður á kvenmann. Það er ekkert eins glatað og að fá skeggbruna á milli fótanna því karlmaðurinn var með grófa brodda. Skinnið á milli læranna og á klofsvæðinu okkar er viðkæmt.

Mundu, blautara er betra: Munnmök eiga að vera blaut því þar liggur unaðurinn. Ekki nota bara munnvatn, notaðu sleipiefni og þú ert golden.

Horfist í augu : Líttu í augun á konunni, fullvissaðu hana með augnaráði þínu að þú ert aðgera þetta fyrir hennar unað. Horfðu á hana og notaðu munnin og varir eins mikið og hægt er. Já, þetta finnst konum heitt.

Taktu þátt í hennar stunum: Taktu eftir hljóðum sem hún gefur frá sér. Ef hún stynur mikið að þá ertu að gera eitthvað rétt og haltu því áfram og jafnvel með meiri hita. Styndu með henni, það æsir hana og þig upp.

Karlmanns tólið er eitthvað sem að ekki á að hugsa um léttilega. Þegar þú ert að gefa honum frábær munnmök, mundu þá að þetta eru ekki “rocket science”.

Stríddu honum, hann mun fíla það. En mundu að þú ert að stunda munnmök þannig að ekki stökkva bara beint á liminn. Stríddu honum smá. Sleiktu hann niður bringuna og nartaðu í geirvörturnar hans, láttu hann titra af unaði því hann veit hvað koma skal. Þegar þú ert kominn alla leið niður, kysstu hann í kringum liminn…sleiktu smá og strjúktu. Gerðu þetta í smá tíma og svo getur þú tekinn hann allan upp í þig og hann mun fá æðislega fullnægingu.

Heimildir: healthmeup.com
Þýðing: Anna Birgis
heilsutorg neðst
SHARE