Myglusveppur í íslenskum húsum hefur verið orsök hræðilegra veikinda hjá fólki

Myglusveppir finnast reglulega í húsum á Íslandi. Það er ekkert nýtt af nálinni en fórnarlömb myglusveppsins hafa verið að stíga fram hægt og rólega og segja sína sögu. Á Facebook síðu sem er stuðningssíða fyrir fórnarlömb myglusvepps getum við fundið myndir sem fórnarlömb hafa deilt af líkama sínum og áhrif myglusvepps á líkamsstarfsemi okkar.

Ásta Guðjónsdóttir lenti illa í því og fjölskylda hennar hefur þurft að ganga í gegnum hræðileg veikindi af völdum myglusvepps.

Stoðkerfis og ofnæmisviðbrögð vegna raka og myglu hafa lýst sér svona hjá Ástu og fjölskyldu hennar:

Hárlos, mikil flasa, hvarmabólga, þurrkur í augum, sjóntruflanir, þreyta í augum, ljósnæmi, hósti, slímhimna í augum bólgin, stíflur í nefi, blóðnasir, varaþurrkur, öndunarerfiðleikar, hnerri, hæsi, suð í eyrum, neglur þurrar og brotna, óbærilegur sviti, hlandlykt af svita, höfuðþyngsli, hellur, bólgur í öllum líkamanum, húð þurr, siggsöfnun undir iljum, hitasveiflur,ítrekaðar strepptó sýkingar í hálsi og húð, doði í höndum, fótum og höfði, minnistap/minnisleysi, síþreyta, ógleði, uppþemba, þvagblöðruvandamál, hægðarvandamál, nýrnasteinar, hiti og sviti í höndum og fótum, útbrot, sár og marblettir birtast uppúr þurru, húð flagnar af höndum og fótum, sársauki í tánöglum, þrekleysi, þorsti, jafnvægisskyn truflast, ofsakvíði, taugakippir og krampar í fótum.

Ásta greindist einnig nýverið með góðkynja æxli á lifrinni og í legi. Á síðunni má sjá ýmsar myndir af viðbrögðum líkama fólks og þau virðast vera svipuð. Myglusveppur er alvarlegt heilsufarsvandamál og það leggur heilsu fólks í mikla hættu.

Vigdís Vala Valgeirsdóttir sagði sögu sína í Fréttatímanum en hún hafði lengi þjáðst af torkennilegum veikindum og leitaði til margra sérfræðinga án árangurs. Vigdís sagði í viðtalinu:

“Fyrstu alvarlegu veikindi mín voru greind af læknum sem einkirningasótt og ég var frá skóla i tvo mánuði. Eftir páska var ég orðin ágætlega hress. Í sumarfríinu þurfti ég að lesa fyrir sjúkrapróf en ég hafði ekki getað tekið það vegna veikindanna um vorið en þá veiktist þá mjög mikið aftur. Þau veikindi voru fyrst eins og flensa og lýstu sér í svo miklum slappleika að ég gat ekki klárað þetta próf, sem varð til þess að ég þurfti að skipta um námsbraut. Þegar ég byrjaði aftur í skólanum vissi ég ekki betur en veikindin hefðu verið flensa en þó urðu þau til þess að ég var nánast alveg frá skóla allan þennan vetur og líka næsta.”

Læknar voru ráðþrota
Læknar voru ráðþrota og vísuðu alltaf á eftirköst einkirnissóttar. Einkenni veikinda hennar einkenndust af útlimadoða, lömun, ofskynjun og sjóntruflunum. Hún átti erfitt með að koma sér fram úr rúminu og þurfti stundum hjálp þar sem fæturnir gáfu eftir. Oft á tíðum þurfti að hjálpa henni á salernið þar sem fæturnir gátu ekki borið hana. Vigdís leitaði sérfræðinga og alltaf voru þeir á sama máli, þetta voru bara eftirköst einkirningssóttarinnar. Á endanum greindi einn sérfræðingurinn hana með MS sjúkdóminn sem er mjög alvarlegur sjúkdómur svo það hefur því örugglega ekki verið auðvelt að fá þá greiningu. Vigdís fékk lyf við sjúkdómnum sem hjálpuðu örlítið en ekki nóg.

Loksins fékk hún hjálp
Það var ekki fyrr en að maður sem las um veikindi Vigdísar í Fréttatímanum og þekkti einkennin hafði samband við Vigdísi, sem Vigdís áttaði sig loks á ástæðum veikinda hennar. Vigdís segir í viðtali við Fréttatímann:

“Þegar maðurinn hringdi í mömmu eins og getið var í upphafi og við komumst að orsök veikindanna vorum við nýlega flutt út úr nýbyggðu húsi þar sem vatnsskemmdir höfðu gert vart við sig í baðherbergi hússins ,en okkur var sagt að búið væri að gera við og koma í veg fyrir frekari vanda af þeim sökum. Okkur var talin trú um að fullkomin viðgerð hefði farið fram, en það kom hins vegar í ljós þegar við fluttum úr húsinu að í veggnum á bak við rúmgaflinn minn var allt löðrandi í svörtum sveppagróðri. Herbergið mitt var við hliðina á þessu baðherbergi og sveppurinn hafði líka étið sig inn í timburgaflinn sem skrúfaður var á vegginn. Eftir flutninginn úr húsinu fann ég strax að heilsan skánaði og ég hef verið á batavegi síðan. Einkennin koma einstaka sinnum fram ef ég lendi í of miklu álagi en ekki í jafnmiklu mæli og þegar þau voru verst. Ég hef verið með fullkomið jafnvegi og fæturnir hafa ekkert svikið mig undanfarið. Til dæmis hljóp ég 8 kílómetra um daginn.”

Það er allt sýkt á heimili þar sem myglusvseppur lifir. Fötin sem fólk fer í valda ofnæmi og geta búið til sár á líkamanum. Það virðist ríkja mikið úrræðaleysi í þessum málum hér á landi og önnur lönd eins og Svíþjóð eru komin mun framar okkur í þessum málum.

Hér eru nokkrar myndir af líkama fólks sem hefur þurft að búa í húsi með myglusvepp. Þið nálgist stuðningssíðuna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here