Þeim Skylar og Daniel var mjög skemmt þegar 2 af brúðarmeyjunum í brúðkaupinu þeirra tóku upp á að dansa í stað þess að halda áfram með ræðuna sem þær voru að flytja.

Sjá einnig: Óperuflashmob í matvöruversluninni – ólíkt skemmtilegri innkaup.

Brúðarmeyjarnar hófu dansinn en fljótt bættist restin af brúðarmeyjunum við ásamt svaramönnunum.

Sjá einnig: Furðulegar staðreyndir um brúðkaup fræga fólksins

Í lokin stigu brúðarhjónin upp og dönsuðu með þeim en lokadansrútínan var rútína sem Skylar hafði búið til þegar hún var lítil. Hún, systur hennar og vinkonur höfðu dansað þann dans í mörg ár, en svo skemmtilega vildi til að Daniel hafði loksins lært hann utan af eftir að hafa séð konuna sína dansa hann í mörg ár.

SHARE