Myndi borða sig til dauða án foreldra sinna

Hún Camille litla frá Connecticut er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Prader-Willi Syndrome en hann lýsir sér þannig að hún er alltaf með hungurtilfinningu. Þessi tilfinning er svo sterk að ef hún er skilin eftir ein með mat gæti hún borðað sig til dauða. Það þarf því að geyma allan mat í læstu herbergi og hafa suma skápa með hengilás og setja hreyfiskynjara á heimilið. Þetta er ótrúlega áhugavert myndband:

SHARE