Hún er yndisleg, nýbökuð móðirin, sem hreinlega geislar af lífsgleði með litlu stúlkuna sína í fanginu í meðfylgjandi myndbandi – en einhvern veginn er ekki laust við að vægur hrollur læðist niður bakið um leið.

Eru allar nýbakaðar mæður færar um að skoppa um í bleikum æfingabuxum og sveifla flissandi ungabarni um öll gólf, eða bara þær sem voru í feiknargóðu formi áður en til meðgöngu kom?

Hvað sem því líður; stúlkan á myndbandinu heitir Crisilla Anderson, er bandarísk og býr í Los Angeles.

Myndbönd þar sem Crisilla æfir með ungabörn og stálpuð smábörn má finna undir #fitmommymovement á Facebook og fleiri samskiptamiðlum, en Crisilla birtir önnur álíka hress og skemmtileg myndbönd á YouTube rás sinni, sem má skoða HÉR

 

Myndir þú leggja upp í slíkt æfingaprógramm með nýfætt barn í fanginu? 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”FeLuAWBmgWo”]

SHARE