Nær óþekkjanleg Kardashian systir

Hálf systir Kim Kardashian, Kendall Jenner, tók þátt í tískusýningu Marc Jacobs sem fór fram á New York Fashion Week í gærkvöldi. Kendall sem er dóttir Kris og Bruce Jenner var nánast óþekkjanleg, því förðunin gjörbreytti stúlkunni ásamt því að augabrúnir hennar höfðu verið aflitaðar og hárið hennar klippt.

Faðir Kendall, Bruce, hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið þar sem hann fór nýlega í aðgerð til þess að fjarlægja adamseplið eða þann hluta af barkakýlinu sem skagar vanalega út hjá karlmönnum. Eftir þá aðgerð hafa sprottið upp vangaveltur hvort Bruce sé að fara að skipta um kyn.
Allt virðist þó ganga í haginn fyrir aðra meðlimi fjölskyldunnar því þau á dögunum samþykktu að taka upp þrjá þáttaraðir í viðbót af hinum vinsælu raunveruleikaþáttum Keeping up with the Kardashian sem fjallar um fjölskylduna. Bruce neitaði þó að taka þátt í fleiri þáttum en í nýjustu þáttaröðinni hefur viðkoma hans í þáttunum snar minnkað.

SHARE