Instagram er sívaxandi samskiptamiðill sem flestir eru farnir að þekkja og nota hér á landi. Á Instagram setur fólk inn myndir af hinu og þessu og sjálfu sér auðvitað líka. Margar stjörnur nota Instagram mikið og því höfum ákveðið að byrja með lið hjá okkur sem mun bera það einfalda heiti „Instagram dagsins“ og munum við birta skemmtilegar og áhugaverðar myndir sem við rekumst á, á Instagram.

Hún.is er auðvitað á Instagram og þú getur „followað“ eða fylgst með okkur með því að smella á þennan hnapp  Instagram

 

Næstum því Instagram dagsins kemur að þessu sinni frá hressum krökkum í Grindavík.  Grindavíkurbær fagnaði 40 ára kaupstaðaréttindum í gær og var mikið um dýrðir.  Hr. Ólafur Ragnar og frú Dorrit komu í heimsókn í Grunnskólana og virtust skemmta sér vel í alla staði.  Hr. Ólafur fékk skemmtilega spurningu frá ungum nemenda sem vildi fá að vita eitt:

Er ekki gaman að leika í áramótaskaupinu?

Þau Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir, Rannveig Hjaltadóttir og Haukur Árnason fengu að taka þessa skemmtilegu „Selfie“ með forsetanum sjálfum.

 

selfis

 

 

SHARE