Þú þarft:

* Kókosmjólk (má sleppa)
* Frosna banana í sneiðum
* Frosin jarðaber (eða aðra ávexti)

 

Hægt að velja allskonar ávexti til þess að fá það bragð sem ykkur eða börnin langar í.
Aðferð:
Öllu er einfaldlega hent saman í matvinnsluvél og hrært þar til það lítur út eins og ís.
Það er allt í góðu að sleppa kókosmjólkinni ef um hnetuofnæmi er að ræða, þá notið þið bara smá vatn eða aðrar tegundir (rísmjólk eða venjulega mjólk). 

 

Einfaldara getur það ekki orðið og nú er hægt að njóta þess að fá sér ís með börnunum Í STAÐIN fyrir síðdegisbitann!

SHARE