Nei er næstbesta svarið

“Nei er næstbesta svarið” er setning sem á vel við þennan pistil. Það er nefninlega rosalega mikið til í því. Það er skárra að fá nei heldur en ekkert svar. Ég er þannig gerð að það þarf oft á tíðum að vera búið að misbjóða mér rosalega til að ég verið reið eða láti í mér heyra, líklega vegna þess að ég einfaldlega nenni ekki að eyða tíma mínum í rifrildi. Það er hinsvegar eitt sem fer virkilega í mig, það er þegar fólk getur ekki svarað hreinskilnislega eða jafnvel enn verra, svarar bara ekki yfir höfuð!

Það geta auðvitað verið ýmsar ástæður sem liggja bakvið það að fólk svari ekki, oftast held ég að það sé feimni en aðallega held ég að fólk þori einfaldlega ekki að segja nei. Getur það verið? ef staðan er þannig þarf maður þá ekki aðeins að fara að vinna með sjálfan sig?

Málið er að maður þarf ekkert alltaf að gera öllum til geðs, það er allt í lagi að segja bara einfaldlega nei stundum, þú getur sykurhúðað nei-ið eins og þú vilt en svaraðu frekar en að gera það ekki!

Mér finnst það rosalega mikil óvirðing að draga fólk á asnaeyrunum með því að annaðhvort svara ekki eða segja “jájá, alveg örugglega” eða eitthvað í þá áttina, svo eftir nokkra daga “æj heyrðu ég þarf að passa kisuna mína” eða eitthvað rugl. Þetta gerir ekkert annað en að eyða tíma annarra.

Rífum okkur upp á rassgatinu og lærum að þora að segja nei, því nei er næstbesta svarið!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here