Nicki Minaj í Cosmo viðtali: „Ég heimta fullnægingu!”

Nicki Minaj prýðir forsíðuna á nýjasta hefti Cosmo og segist í viðtalinu ekki geta hugsað sér kynlíf án fullnægingar. Hún hafi einfaldlega ekki tíma fyrir kynlífsleiki sem örva hana ekki nægilega og segir ömurlegt til þess að hugsa að sumar konur geti ekki fengið fullnægingu með karlmanni:

Ég heimta fullnægingu. Mér finnst að allar konur ættu að heimta fullnægingu. Ég á vinkonu sem hefur aldrei fengið fullnægingu á ævinni. Og það finnst mér ömurlegt, alveg hræðilegt bara. Það er bilun í mínum augum.

nicki-minaj-cosmo-cover__oPt

Þá segir Nicki að hún sé ófemin við að sýna vinkonunni hvernig eigi að bera sig að og að hún hiki ekki við að setjast klofvega ofan á vinkonuna og sýna hvernig best er að bera sig að, allt í þeim tilgangi að hjálpa þeirri sem á í vanda:

Við ræðum þetta. Ég fer yfir hvernig best er að fá fullnægingu þegar við tölum saman. Ég sýni henni hvernig á að gera hlutina. Ég sest klofvega ofan á hana og svo hún á mig og ég segi: – Þú verður að klifra svona upp á hann og hreyfa þig svona …. hún segist vera meira fyrir að gefa í rúminu og ég segi henni að ég sé líka mjög gefandi í rúminu. En að það sé alveg 50/50 – ég vilji fá mitt líka.

Stjarnan, sem orðin er 32 ára gömul ræðir líka eigin væntingar til framtíðarinnar og segist vera reiðubúin að fórna framanum upp að ákveðnu marki, fyrir það eitt að eignast fjölskyldu:

Eftir tíu ár héðan í frá vil ég eiga tvö börn, nema eiginmaður minn vilji eignast þrjú, að sjálfsögðu. Ég ætla að halda mér í formi og sinna líkamsræktinni betur og hætta þessum jó-jó matarkúrum og þyngdaraukningu á víxl. Mig langar að vera heimavinnandi, elda mat fyrir börnin mín og reka fyrirtæki mitt að heiman. Mig langar, já að vera húsmóðir með heimaskrifstofu.

Nicki segist jafnframt vilja baka smákökur á hverjum degi, elda kvöldverð fyrir börnin og ítrekar mikilvægi þess að fylgja eigin börnum eftir gegnum barnæskuna, sjá þau vaxa úr grasi:

Já! Mig langar bara að vera Mamma! Fara með börnin í skólann, mæta á foreldrafundi, hjálpa þeim með heimanámið og hengja listaverkin þeirra upp á ísskápinn.

 Sjá einnig: Klámfengin Nicki Minaj greip um klofið á BILLBOARD og tröllreið sviðinu

SHARE