Nýjungar í MAC

Loksins eru komin ný Fix+ í sölu hjá MAC!  Það er auðvitað að hægt að fá þetta gamla góða ennþá en nýjungarnar eru fix+ með lavender lykt, rose lykt og coconut lykt. Mitt uppáhald er klárlega coconut en það er því miður upp uppselt eins og er í MAC Smáralind en kemur aftur fljótlega, því þessar vörur eru komnar til að vera! 🙂  

Það eru líka komnir nýir Retro Matt varalitir með Metallic áferð sem eu trylltir! Sumir eru komnir til að vera en aðrir eru „limited edition“ þannig að ef það er litur sem þér líst vel á er betra að hafa hraðar hendur. 😉 Hér er hægt að sjá úrvalið af litum og hvaða litir það eru sem eru „limited edition“ og hverjir ekki.-

 

 

SHARE