Offita og yfirþyngd á Íslandi

Ég vildi bara segja af hverju Ísland gerir ekkert í þessu ástandi sem er hérna núna. Alltof margir eru að greinast með offitu eða í yfirþyngd sem er mjög sorglegt.

Við ættum að taka Köben til fyrirmyndar og hækka verðið á þessu sælgæti og öllu þessu óholla og þá lækka í staðinn verðið á öllu því sem er hollt og nauðsynlegt . Það er til dæmis alveg fáranlegt hvað það er dýrt að kaupa grænmeti og ávexti og hollan mat hérna á Íslandi í búðum. En allt þetta óholla og sem er ekki nauðsynlegt fyrir heilbrigðan líkama er hræódýrt.

Það er t.d líka alveg stórskrýtið og ekki furða mjög margir Íslendingar séu komnir í yfirþyngd vegna þess að þú getur fundið nammibúð á hverju horni en hvergi eru svona líffrænar eða græmetismarkaðir eða búðir hérna . Og hvað varð um að gera ávaxtabar líka í búðum og minnka þessa stóru nammibari? Ísland gæti orðið svo mikið heilbrigðari þjóð ef við myndum bara hækka verðið aðeins á óhollu vörunum og lækka verðið á ávextum og grænmeti og öllu því nauðsynlega. Þannig að allir geti lifað heilbrigðum lífstíl og keypt sér hollan og næringaríkan mat án þess að þurfa að vera með mjög há laun.

ÞESSI GREIN ER AÐSEND TIL HÚN.IS EN SKOÐANIR EÐA FULLYRÐINGAR SEM FRAM KOMA Í HENNI ENDURSPEGLA EKKI SKOÐANIR HÚN.IS OG ERU FULLYRÐINGAR Á ÁBYRGÐ ÞESS SEM GREININA SENDIR INN

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here